Vertu memm

Markaðurinn

Vaktstjóri á Bjórgarðinn – Fosshótel Reykjavík

Birting:

þann

Bjórgarðurinn

Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Íslandshótel óskar að ráða til sín öflugan vaktstjóra á Bjórgarðinn á Fosshotel Reykjavík.

Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.

Unnið er á vöktum.

Við leitum að öflugum og drífandi liðsmönnum til starfa í lifandi og alþjóðlegu umhverfi.

Bjórgarðurinn er samkomustaður allra bjórunnenda og þeirra sem þykir gott að borða góðan mat. Við bjóðum uppá ótal bjórtegundir, innlendag sem erlendar, bruggaðar úr vel völdum hráefnum.

Helstu verkefni:

  • Almenn vaktstjórn í sal
  • Fagleg þjálfun starfsmanna
  • Umsjón með mönnun vaktar, afleysingar í fríum og veikindum
  • Samvinna með öðrum deildum með hámarks upplifun gesta að leiðarljósi
  • Miðlun upplýsinga til annars starfsfólks og milli vakta

Hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulund.
  • Sveinspróf í framreiðslu er kostur.
  • Haldbær reynsla af þjónustustörfum er skilyrði.
  • Fagmannleg framkoma, snyrtimennska.
  • Góð samskiptahæfni, skipulagshæfileikar og stundvísi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi.
  • Lágmarksaldur 20 ára.
  • Góð íslensku- og ensku kunnátta.

Sótt er um starfið hér.

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins, með 320 herbergi og mögnuðu útsýni til allra átta.

Á efstu hæð má finna sjö svítur og þrjá fyrsta flokks fundarsali á annarri hæð. Allir hótelgestir hafa aðgang að líkamsræktaraðstöðu. Á hótelinu er svo einnig fyrsta flokks veitingastaður, Haust, en staðurinn tekur rúmlega 200 manns í sæti. Bjórgarðinn er einnig að finna á jarðhæð hótelsins en þar er boðið upp á frábært úrval af innlendum sem erlendum bjór.

Lærðu meira um Fosshótel Reykjavík.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið