Markaðurinn
Vaka Njálsdóttir tekur við stjórn COLLAB hjá Ölgerðinni
Vaka Njálsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Ölgerðinni sem vörumerkjastjóri COLLAB.
Vaka starfaði áður hjá Nova í markaðsdeild og vöruþróun, þar sem hún vann að fjölbreyttum verkefnum tengdum markaðssetningu, stafrænni þróun og vöruframboði. Þar áður var hún hjá Sony Music í Danmörku, þar sem hún sinnti ráðgjöf við útgáfu og markaðssetningu á tónlist. Vaka er með BSc gráðu í hagfræði og hefur jafnframt stundað nám í ljósmyndun.
Velgengni COLLAB hefur verið ævintýraleg frá því að drykkurinn kom á markað fyrir aðeins sex árum síðan og óhætt að segja að vörumerkið hafi slegið í gegn hjá þjóðinni. Síðustu misseri hefur Ölgerðin flutt COLLAB á erlenda markaði og hafa viðtökur þar verið góðar bæði í Danmörku og nú síðast Þýskalandi.
„Ég er spennt fyrir að takast á við nýtt hlutverk og er þakklát því trausti mér mér er sýnt með því að fela mér þetta verðmæta vörumerki. Ég hef trú á að COLLAB eigi mikið inni, bæði hér heima og erlendis, vegna sérkenna drykkjarins þegar kemur að sjálfbærni og beinni tengingu við íslenska náttúru og menningu.
Ég hlakka til að vinna að enn glæstari framtíð COLLAB með öflugu teymi hérna hjá Ölgerðinni,“
segir Vaka.
„Innan Ölgerðarinnar er mikil vöruþróun og markaðsstarfið er kröftugt. Að fá Vöku með okkur í lið til að vinna með eitt okkar sterkasta vörumerki er frábært. Hún er öflug viðbót í sterkt teymi vörumerkjastjóra Ölgerðarinnar,“
segir Elísabet Austmann, markaðsstjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






