Frétt
Útþynnt ólífuolía, úldið kjöt og aukaefni í fiski
Undanfarna mánuði hefur komið í ljós að þúsundir tonna af skemmdum matvælum og matvælum með röngum upprunamerkingum er að finna í verslunum í Evrópu og víðar um heim.
Það er Bændablaðið sem greinir frá en þar segir að samstarfshópur Europol og Interpol, sem kallast OPSON VI, vinnur að rannsókn matvælaglæpa.
Frá því í desember á síðasta ári hefur OPSON VI rannsakað mál í 67 löndum og lagt hönd á 9,8 þúsund tonn, 26,4 milljón lítra og 13 milljón eintök af matvörum og drykkjarföngum í verslunum, á mörkuðum, á flugvöllum, á veitingahúsum og hjá framleiðendum sem ekki standast lágmarkskröfur um gæði eða merkingar.
Dæmi um rangar merkingar er parmaskinka sem seld á veitingahúsum í Danmörku sem ítölsk en er framleidd í Danmörku og buffalóaostur sem framleiddur er úr kúamjólk, þetta og nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Bændablaðsins hér.
Mynd: úr safni

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn