Frétt
Útþynnt ólífuolía, úldið kjöt og aukaefni í fiski
Undanfarna mánuði hefur komið í ljós að þúsundir tonna af skemmdum matvælum og matvælum með röngum upprunamerkingum er að finna í verslunum í Evrópu og víðar um heim.
Það er Bændablaðið sem greinir frá en þar segir að samstarfshópur Europol og Interpol, sem kallast OPSON VI, vinnur að rannsókn matvælaglæpa.
Frá því í desember á síðasta ári hefur OPSON VI rannsakað mál í 67 löndum og lagt hönd á 9,8 þúsund tonn, 26,4 milljón lítra og 13 milljón eintök af matvörum og drykkjarföngum í verslunum, á mörkuðum, á flugvöllum, á veitingahúsum og hjá framleiðendum sem ekki standast lágmarkskröfur um gæði eða merkingar.
Dæmi um rangar merkingar er parmaskinka sem seld á veitingahúsum í Danmörku sem ítölsk en er framleidd í Danmörku og buffalóaostur sem framleiddur er úr kúamjólk, þetta og nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Bændablaðsins hér.
Mynd: úr safni
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina