Frétt
Útþynnt ólífuolía, úldið kjöt og aukaefni í fiski
Undanfarna mánuði hefur komið í ljós að þúsundir tonna af skemmdum matvælum og matvælum með röngum upprunamerkingum er að finna í verslunum í Evrópu og víðar um heim.
Það er Bændablaðið sem greinir frá en þar segir að samstarfshópur Europol og Interpol, sem kallast OPSON VI, vinnur að rannsókn matvælaglæpa.
Frá því í desember á síðasta ári hefur OPSON VI rannsakað mál í 67 löndum og lagt hönd á 9,8 þúsund tonn, 26,4 milljón lítra og 13 milljón eintök af matvörum og drykkjarföngum í verslunum, á mörkuðum, á flugvöllum, á veitingahúsum og hjá framleiðendum sem ekki standast lágmarkskröfur um gæði eða merkingar.
Dæmi um rangar merkingar er parmaskinka sem seld á veitingahúsum í Danmörku sem ítölsk en er framleidd í Danmörku og buffalóaostur sem framleiddur er úr kúamjólk, þetta og nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Bændablaðsins hér.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir






