Vertu memm

Frétt

Útskrifuðust úr háskóla og fóru að baka og selja saltkringlur

Birting:

þann

Philly Pretzel

Fyrsta Philly Pretzel verksmiðjan opnaði dyr sínar í Mayfair, Fíladelfíu árið 1998 og fagnar tuttugasta starfsári sínu í ár. Eigendur eru vinirnir Daniel DiZio og Len Lehman.

Dan sýndi snemma gott viðskiptavit með því að selja pretzels (saltkringlur), þá aðeins 11 ára á fjölförnum vegamótum í Fíladelfíu. Á stuttum tíma var hann búinn að ráða fleiri börn í vinnu víðsvegar um hverfið.

Eftir að Daniel og Len útskrifuðust frá háskóla árið 1998, þá tilkynntu þeir vinum og vandamönnum að stefnan væri að opna Pretzel búð.

Ekki voru allir á sama máli um ágæti þess að hætta í háskóla og fara í að baka og selja saltkringlur, en fáir efast í dag. Philly Pretzel er fáanleg í 12 ríkjum í bandaríkjunum.

Saltkringlurnar eru upprunalega frá Þýskalandi og eru harðar, en Philly Pretzel eru mjúkar og það þykir viðskiptavinum einstaklega gott.

Með fylgir myndband þar sem Daniel og Len segja frá sögu Philly Pretzel:

Auglýsingapláss

Heimasíða: www.phillypretzelfactory.com

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið