Viðtöl, örfréttir & frumraun
Útidyrahurðin fauk upp með skelfilegum afleiðingum
Eigendur veitingastaðarins North West við Víðigerði, Húnaþingi vestra, fengu óskemmtilegt símtal frá fólki sem átti leið framhjá staðnum en útidyrahurðin hafði fokið upp og snjóað hressilega vel inn.
„Hún hreinlega sprakk útidyrahurðin“
Sagði Kristinn Bjarnason veitingamaður í samtali við veitingageirinn.is, það eru þau mæðgin Kristinn og Guðlaug Jónsdóttir sem sjá um rekstur North West.
Til stóð að opna veitingastaðinn í dag eftir vetrarlokun:
„Við lokum alltaf yfir harðasta veturinn, þ.e. frá miðjan desember og opnum á þessum tíma.“
Sagði Kristinn.
Það var Björgunarsveitin Húnar sem kom þeim mæðginum til aðstoðar og náðu að loka hurðinni og stefnt er að opna á morgun.
Mynd: facebook / North West Hotel & Restaurant
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni13 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð