Viðtöl, örfréttir & frumraun
Útidyrahurðin fauk upp með skelfilegum afleiðingum
Eigendur veitingastaðarins North West við Víðigerði, Húnaþingi vestra, fengu óskemmtilegt símtal frá fólki sem átti leið framhjá staðnum en útidyrahurðin hafði fokið upp og snjóað hressilega vel inn.
„Hún hreinlega sprakk útidyrahurðin“
Sagði Kristinn Bjarnason veitingamaður í samtali við veitingageirinn.is, það eru þau mæðgin Kristinn og Guðlaug Jónsdóttir sem sjá um rekstur North West.
Til stóð að opna veitingastaðinn í dag eftir vetrarlokun:
„Við lokum alltaf yfir harðasta veturinn, þ.e. frá miðjan desember og opnum á þessum tíma.“
Sagði Kristinn.
Það var Björgunarsveitin Húnar sem kom þeim mæðginum til aðstoðar og náðu að loka hurðinni og stefnt er að opna á morgun.
Mynd: facebook / North West Hotel & Restaurant

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum