Markaðurinn
Útgáfa á Cap‘Recette Ísland – Skoðið blaðið hér
Cap‘Recette er uppskriftar- og landkynningarblað gefið út og dreift til 50 landa á 12 tungumálum. Hlutverk blaðsins er að kynna hæfileika og hefð í matargerð frá mismunandi löndum auk þess að kynna og byggja undir ímynd matargerðar á viðkomandi svæði eða landi. Blaðinu er dreift til hágæða veitingahúsa, hótela og virtra matreiðslumeistara um allan heim, þar á meðal Michelin veitingastaða.
Capfruit gefur út blaðið. Capfruit er leiðandi framleiðandi í Frakklandi á hágæða ávaxtapúrrum og frosnum ávöxtum fyrir matar – og kökugerð auk drykkja.
Nú er Ísland í aðalhlutverki þar sem fagmennska íslenskra matreiðslumeistara er í forgrunni enda viðurkennd á heimsmælikvarða. Þegar hefur verið fjallað um borgir eins og París, Hong Kong, Singapore, San Francisco og Stokkhólm auk fjölmargra annara. Útgáfan er því mikil viðurkenning fyrir íslenskan veitingamarkað. Garri ehf og Capfruit hafa haft samstarf í að velja og undirbúa útgáfu blaðsins hér á landi.
Þráinn Freyr Vigfússon yfirmatreiðslumeistari á veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu og fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins leiðir íslenska hópinn og er sérstakur ritstjóri blaðsins. 16 íslenskir hágæða matreiðslu – og kökugerðarmenn landsins eru þátttakendur í blaðinu og hafa unnið uppskriftir og myndatökur vegna íslensku útgáfunnar. Þessir meistarar eru:
1 – Þráinn Freyr Vigfússon, Bláa Lónið
2 – Viktor Örn Andrésson, Bláa Lónið
3 – Sigurður Helgason, Grillið Radison Hótel Saga
4 – Hákon Már Örvarsson, Framkvstj. Kokkalandsliðsins
5 – Axel Clausen, Fiskmarkaðurinn
6 – Eyþór Mar Halldórsson, Sushi Samba
7 – Ari Gunnarsson, Fiskfélagið
8 – Bjarni Gunnar Kristinsson, Hörpudiskur
9 – Ísak Vilhjálmsson, Tapashúsið
10 – Fannar Vernharðson, Vox
11 – Ægir Friðriksson, Satt
12 – Hallgrímur Sigurðarson, 1862 Nordic Bistro
13 – Bjarki Hilmarsson, Hótel Geysir
14 – Stefán Sigfússon, Mosfellsbakarí
15 – Hafliði Ragnarsson, Mosfellsbakarí
16 – Sigurður Már, Bernhöftsbakarí
Heildverslunin Garri ehf www.garri.is hafði frumkvæði að verkefninu og framkvæmd. Íslandsstofa er með innlegg í blaðið undir merkjum Inspired by Iceland.
Hér getur þú sótt blaðið í PDF formi.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Keppni5 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni1 dagur síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….