Freisting
Uss, uss The Canadiens is coming to Town
Jæja þá er enn ein ferðin að hefjast og byrjar eins og aðrar ferðir hafa gert á BSÍ, snæðingurinn enn í fasta svefni og skeiðað beint út í rútu og brunað upp í flugstöð, hitti Berglindi þar, tékkað inn og farið í gegnum leitarapparatið.
Alveg er það merkilegt hvað þeir geta stanzlaust verið að breyta þarna uppfrá, sú tilfinning að vera með gullfiskaminni læðist inn í huga manns því það er eins og maður sé alltaf að koma í fyrsta sinn og ratar ekki neitt.
Komin renna merkt Hamborgari við hliðina á þeirri sveittu sem menn gátu lesið um hér á freisting.is í Janúar síðastliðnum. Fékk mér af hlaðborðinu og verður að viðurkennast að það batnar með hverju skiptinu og er það vel, en það sem heillaði mig upp úr skónum nánast var smurbrauðið sem er í boði, það er eitt flottasta smurbrauð sem ég hef séð hin síðari ár og mættu mörg veitingahús taka þá sér til fyrirmyndar hvað varðar smurt brauð. Ég segi bara til hamingju starfsmenn teríunnar.
Farið í loftið eftir 20 mín seinkun, eins og vanalega, gekk ferðin vel og sagðist flugstjórinn ætla að setja í rallygírinn og vinna upp seinkunina og viti menn honum tókst það. Alltaf er jafn gaman að koma á Kastrup www.kastrup.dk og fá sér Dansk mad, en ég fór beint á Hereford Beefstouw www.a-h-b.dk til að fá mér Hakkeböff með bagte kartofle og hvidlögsmör, og veistu Brynjar ég er ekki frá því að buffið hafi verið betra nú en í vetur, það var meira grillbragð.
Þegar búið var að næra sig, passaði fyrir okkur að skunda út í vél sem flytja átti okkur til Stavangurs en það var vél frá Atlantic Airways www.atlantic.fo sem flaug fyrir Star Alliance www.staralliance.com sem sá um flugið fyrir SAS www.flysas.com , flugið tók um 1 tíma og er við komum inn í flugstöðina beið Sigve Skretting framkvæmdarstjóri Gladmad www.gladmad.no eftir okkur og skutlaði okkur inn á hótelið RadissonSAS Atlantic www.radissonsas.com . Tékkað inn upp á herbergi á 11. hæð með svölum, flottir á því Nojaranir.
Komið sér fyrir og slakað á tæpa 2 tíma fór niður og hitti Frode Myklevik sem er norski mentorinn, við hóuðum í kanadísku mentorana og tókum túr niður við höfn og enduðum á veitingastað sem heitir Sjöhuset Skagen www.sjöhusetskagen.no þar var fengið sér í gogginn og stóð það alveg undir væntingum, þó sérstaklega ung þjónustustúlka staðarins sem vafði sér um fingur 10 matreiðslumeistara og stjórnaði alveg hvað menn pöntuðu sér, þetta var virkilega skemmtileg upplifun og tilsvör dömunnar munu seint renna mér úr minni. Heim á hótel því undirbúningur skyldi hafinn snemma morguninn eftir.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu