Keppni
Úrslit – Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð
Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð sem fram fór á vegum Kornax á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöll um helgina, heppnaðist með afbrigðum vel.
Þátttakendur voru bakaranemar á fyrsta ári sem sýndu mikinn metnað og varð útkoman alveg hreint glæsileg. Veitt voru verðlaun fyrir besta brauðið, besta vínarbrauðið, besta blautdeigið og fyrir flest heildarstig.
Eftirfarandi nemar báru sigur úr bítum að þessu sinni:
Sigurvegari keppninnar með flest heildarstig var Ari Hermannsson nemi hjá Brauð og Co, en hann vann einnig verðlaunin Besta vínarbrauðið.
Verðlaun fyrir besta blautdeigið hlaut Ásdís Ögmundsdóttir nemi hjá Almari bakara.
Verðlaun fyrir besta brauðið hlaut Elenora Rós Georgesdóttir nemi hjá Bláa Lóninu.
Við hjá Kornax óskum nemunum innilega til hamingju með þennan flotta árangur og hlökkum til að vinna með þeim í framtíðinni.
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn








