Keppni
Úrslit – Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð
Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð sem fram fór á vegum Kornax á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöll um helgina, heppnaðist með afbrigðum vel.
Þátttakendur voru bakaranemar á fyrsta ári sem sýndu mikinn metnað og varð útkoman alveg hreint glæsileg. Veitt voru verðlaun fyrir besta brauðið, besta vínarbrauðið, besta blautdeigið og fyrir flest heildarstig.
Eftirfarandi nemar báru sigur úr bítum að þessu sinni:
Sigurvegari keppninnar með flest heildarstig var Ari Hermannsson nemi hjá Brauð og Co, en hann vann einnig verðlaunin Besta vínarbrauðið.
Verðlaun fyrir besta blautdeigið hlaut Ásdís Ögmundsdóttir nemi hjá Almari bakara.
Verðlaun fyrir besta brauðið hlaut Elenora Rós Georgesdóttir nemi hjá Bláa Lóninu.
Við hjá Kornax óskum nemunum innilega til hamingju með þennan flotta árangur og hlökkum til að vinna með þeim í framtíðinni.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu