Vertu memm

Keppni

Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024

Birting:

þann

Stóreldhúsið 2024 - Garri

Keppendur í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024

Garri hélt keppnirnar Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins fimmtudaginn 31. október á Stóreldhúsinu 2024. Framúrskarandi fagfólk sýndi þar einstaka nákvæmni, sköpunargáfu og djúpa þekkingu á hráefnum og tækni. Leitast var eftir að framkalla fullkomið bragð og áferð með hverjum bita, ásamt því að skapa sjónræna list.

Eftirréttirnir voru fjölbreyttir og léku fagmenn sér við listina að blanda saman ólíkum bragðtegundum til að ná fullkomnu bragði til að gleðja bragðlaukana. Banana-púrran kom skemmtilega vel fram hjá keppendum, en hugmyndin af hráefninu kom frá Sindra Guðbrandi Sigurðssyni dómari í Eftirréttur ársins og Bocuse d‘Or keppanda. Sindri fór á námskeið á vegum Cacao Barry fyrr á árinu þar sem Ramon Morata gerði eftirrétt úr banana-púrru sem heillaði hann mikið.

Sindri sagði eftir keppnina að honum þótti einstaklega gaman að sjá hvað er hægt gera fjölbreytta eftirrétti úr banana-púrrunni frá Capfruit.

“Mikil fjölbreytni var í bragði og áferð, bæði ferskir og þyngri eftirrèttir þar sem bananinn hefur þann eiginleika að virka fyrir bæði”.

Konfektmolarnir voru einstaklega fallegir þetta árið. Að búa til konfektmola krefst sérstakrar nákvæmni til að ná réttri áferð, jafnvægi og útliti. Dómararnir í Konfektmola ársins, Ólöf Ólafsdóttir og Hafliði Ragnarsson töluðu um að tæknileg útfærsla konfektmolanna þetta árið væri framúrskarandi.

Að skapa minnistæða matarupplifun krefst stöðugrar þróunar og skapandi nálgunar þar sem þeir sem skara fram úr leita sífellt nýrra leiða til að gleða bragðlauka og skapa minnistæða upplifun. Við hjá Garra erum afar stolt af keppnunum og þátttakendum sem skapa skemmtilega sögu. Þessar keppnir eru ekki aðeins mikilvægir viðburðir fyrir fagfólk heldur stuðla þær einnig að framgangi og nýsköpun í íslenskri matargerð, þar sem þátttakendur sýna gríðarlegan metnað og mikla færni.

Eftirréttur ársins hefur verið haldin síðan 2010 og Konfektmoli ársins frá árinu 2017, keppnirnar hafa fest sig í sessi sem vettvangur þar sem nýjungar og sköpunargleði í eftirréttum og konfekti er í hávegum höfð.

Dómarar í Konfektmoli ársins voru Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og margverðlaunaður konfektgerðarmaður og Ólöf Ólafsdóttir konditor, pastry chef og höfundur bókarinnar Ómótstæðilegir eftirréttir.

Dómarar í Eftirréttur ársins voru Sindri Guðbrandur Sigurðsson Bocuse d‘Or keppandi, Snædís Xyza Mae Ocampo þjálfari kokkalandsliðsins og Kent Madsen matreiðslumaður og tækniráðgjafi hjá Cacao Barry.

Úrslit

Úrslit urðu þessi:

Eftirréttur ársins 2024

Stóreldhúsið 2024 - Garri

Stóreldhúsið 2024 - Garri

Kent Vendelbo Madsen dómari, Hugi Rafn Stefánsson, Snædís Xyza Mae Ocampo dómari og Sindri Guðbrandur Sigurðsson dómari

Hugi Rafn Stefánsson er sigurvegari í Eftirréttur ársins 2024.

Hugi náði 2. sætið í Eftirréttur ársins 2023.

Í 2. sæti varð Símon Kristjánsson Sullca, Filip Jan Jozefik hreppti 3. sætið og nemaverðlaun Garra fékk Mikael Máni Oddsson.

Konfektmoli ársins 2024

Stóreldhúsið 2024 - Garri

Stóreldhúsið 2024 - Garri

Hafliði Ragnarsson dómari, Wiktor Pálsson og
Ólöf Ólafsdóttir dómari

Wiktor Pálsson er sigurvegari í Konfektmola ársins 2024.

Með þessum sigri þá hefur Wiktor sigrað í báðum keppnunum, það er Eftirréttur ársins 2023 og nú Konfektmoli ársins 2024.   Wiktor er enginn nýgræðingur í Eftirréttur ársins keppnunum, en hann hefur náð 3. sætið árið 2018 og 2. sætið árið 2019.

Í 2.  sæti var Íris Nhí Einarsdóttir og í 3. sæti var Ísabella Karlsdóttir sem jafnframt fékk nemaverðlaun Garra.

Sigurvegarar í Eftirréttur ársins og Konfektmola ársins hlutu í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry

Fleiri fréttir:

Eftirréttur ársins >>

Konfektmoli ársins >>

Dómarar í ár voru:

Dómarar í keppninni Eftirréttur ársins 2024

Snædís Xyza Mae Ocampo
Sindri Guðbrandur Sigurðsson
Kent Vendelbo Madsen

Dómarar í keppninni Konfektmoli ársins 2024

Hafliði Ragnarsson
Ólöf Ólafsdóttir

Keppnisfyrirkomulag

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik eru metin sérstaklega.

Þema ársins var suðrænt og framandi.

Auglýsingapláss

Skylduhráefni fyrir Eftirréttur ársins eru þrjú

  • Cacao Barry, Zéphyr Caramel™ 35% – hvítt súkkulaði með silkimjúkri áferð og sterku karamellumjólkurbragði.
  • Capfruit banana- eða lychee púrra. Frosið ávaxtamauk án viðbætts sykurs. Banana púrran gefur kraftmikið bragð. Lychee púrra er unnin úr fullþroskuðum lychee, framandi ávöxtur með sætu og ilmandi bragði.
  • Flaxfiber hvíti börkurinn úr sítrónu, þykkir, stabilizer og gefur mýkri áferð.

Skylduhráefni fyrir Konfektmoli ársins eru tvö

  • Cacao Barry, Zéphyr Caramel™ 35% – hvítt súkkulaði með silkimjúkri áferð og sterku karamellumjólkurbragði.
  • Capfruit banana- eða lychee púrra. Frosið ávaxtamauk án viðbætts sykurs. Banana púrran gefur kraftmikið bragð. Lychee púrra er unnin úr fullþroskuðum lychee, framandi ávöxtur með sætu og ilmandi bragði.

Nánari upplýsingar of vægi matsatriða fyrir Eftirréttur ársins.

Nánari upplýsingar og vægi matsatriða fyrir Konfektmoli ársins.

Fleiri myndir frá keppnunum hér.

Þessar keppnir eru ekki aðeins mikilvægir viðburðir fyrir fagfólk heldur stuðla þær einnig að framgangi og nýsköpun í íslenskri matargerð, þar sem þátttakendur sýna gríðarlegan metnað og mikla færni.

Keppnin Eftirréttur ársins hefur verið haldin síðan 2010, og hefur keppnin fest sig í sessi sem vettvangur þar sem nýjungar og sköpunargleði í eftirréttum eru í hávegum höfð. Árið 2023 sigraði Wiktor Pálsson með réttinn Late Summer Harvest, sem var hindberja- og skyr crémeux með valhnetuköku, hunangi, og jarðskokkakexi.

Konfektmoli ársins hefur verið haldin frá árinu 2017, keppnin endurspeglar fagmennsku, og metnað fagfólks. Árið 2023 vann Sunneva Kristjánsdóttir með fallegan og áhugaverðan konfektmola sem samanstóð af hindberjaganache, chai te, engifer hunangs-karamellu, pekan- og heslihnetubotni.

Myndir: Instagram / Garri

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið