Keppni
Úrslit í Bacardi Legacy 2021
Óhætt að segja þetta var hörkukeppni í Bacardi Legacy í ár og stóð Vikingur Thorsteinsson okkar Íslendinga sig frábærlega í keppninni.
Í ár fór sigurinn til Praphakorn Konglee frá Tælandi með drykk sinn Out of sight. Spennandi drykkur sem vert er að smakka.
Það var Mekka sem hafði veg og vanda af undirbúningi keppninnar hér á Íslandi.
Fyrir þá sem sáu ekki keppnina þá er hún aðgengileg á Youtube.
Uppskrift af verðlaunadrykknum er hægt að skoða hér að neðan:
Out of sight – Bacardi Legacy Winner 2021
45ml Bacardi Carta Blanca
20gr ferskur ananas (Mulin)
3-5 basil lauf
10ml Jógúrt
10ml sítrónu safi
10ml agave sýróp
Hristur með klaka og sigtaður í glas.
Einnig er hægt að kynna sér keppnina og sjá hina ýmsu kokteila á á Instagram hér eða á heimasíðu keppninnar hér.
Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um Viking, þá mætti hann í viðtal hjá Viceman fyrir ári síðan, rétt eftir að hann sigraði í Bacardi Legacy hér á Íslandi.
Viðtalið við Viking hefst á 20 mínútum eftir stutt spjall við Johu Eklund Brand Ambassador Bacardy á norðurlöndunum:
Mynd: Instagram / Vikingur Thorsteinsson
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu







