Keppni
Úrslit í Bacardi Legacy 2021
Óhætt að segja þetta var hörkukeppni í Bacardi Legacy í ár og stóð Vikingur Thorsteinsson okkar Íslendinga sig frábærlega í keppninni.
Í ár fór sigurinn til Praphakorn Konglee frá Tælandi með drykk sinn Out of sight. Spennandi drykkur sem vert er að smakka.
Það var Mekka sem hafði veg og vanda af undirbúningi keppninnar hér á Íslandi.
Fyrir þá sem sáu ekki keppnina þá er hún aðgengileg á Youtube.
Uppskrift af verðlaunadrykknum er hægt að skoða hér að neðan:
Out of sight – Bacardi Legacy Winner 2021
45ml Bacardi Carta Blanca
20gr ferskur ananas (Mulin)
3-5 basil lauf
10ml Jógúrt
10ml sítrónu safi
10ml agave sýróp
Hristur með klaka og sigtaður í glas.
Einnig er hægt að kynna sér keppnina og sjá hina ýmsu kokteila á á Instagram hér eða á heimasíðu keppninnar hér.
Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um Viking, þá mætti hann í viðtal hjá Viceman fyrir ári síðan, rétt eftir að hann sigraði í Bacardi Legacy hér á Íslandi.
Viðtalið við Viking hefst á 20 mínútum eftir stutt spjall við Johu Eklund Brand Ambassador Bacardy á norðurlöndunum:
Mynd: Instagram / Vikingur Thorsteinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Starfsmannavelta17 klukkustundir síðanCraft Burger Kitchen lokar – erfiðu rekstrarumhverfi kennt um







