Keppni
Úrslit í Bacardi Legacy 2021
Óhætt að segja þetta var hörkukeppni í Bacardi Legacy í ár og stóð Vikingur Thorsteinsson okkar Íslendinga sig frábærlega í keppninni.
Í ár fór sigurinn til Praphakorn Konglee frá Tælandi með drykk sinn Out of sight. Spennandi drykkur sem vert er að smakka.
Það var Mekka sem hafði veg og vanda af undirbúningi keppninnar hér á Íslandi.
Fyrir þá sem sáu ekki keppnina þá er hún aðgengileg á Youtube.
Uppskrift af verðlaunadrykknum er hægt að skoða hér að neðan:
Out of sight – Bacardi Legacy Winner 2021
45ml Bacardi Carta Blanca
20gr ferskur ananas (Mulin)
3-5 basil lauf
10ml Jógúrt
10ml sítrónu safi
10ml agave sýróp
Hristur með klaka og sigtaður í glas.
Einnig er hægt að kynna sér keppnina og sjá hina ýmsu kokteila á á Instagram hér eða á heimasíðu keppninnar hér.
Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um Viking, þá mætti hann í viðtal hjá Viceman fyrir ári síðan, rétt eftir að hann sigraði í Bacardi Legacy hér á Íslandi.
Viðtalið við Viking hefst á 20 mínútum eftir stutt spjall við Johu Eklund Brand Ambassador Bacardy á norðurlöndunum:
Mynd: Instagram / Vikingur Thorsteinsson

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Nemendur & nemakeppni9 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum