Keppni
Úrslit í Bacardi Legacy 2021
Óhætt að segja þetta var hörkukeppni í Bacardi Legacy í ár og stóð Vikingur Thorsteinsson okkar Íslendinga sig frábærlega í keppninni.
Í ár fór sigurinn til Praphakorn Konglee frá Tælandi með drykk sinn Out of sight. Spennandi drykkur sem vert er að smakka.
Það var Mekka sem hafði veg og vanda af undirbúningi keppninnar hér á Íslandi.
Fyrir þá sem sáu ekki keppnina þá er hún aðgengileg á Youtube.
Uppskrift af verðlaunadrykknum er hægt að skoða hér að neðan:
Out of sight – Bacardi Legacy Winner 2021
45ml Bacardi Carta Blanca
20gr ferskur ananas (Mulin)
3-5 basil lauf
10ml Jógúrt
10ml sítrónu safi
10ml agave sýróp
Hristur með klaka og sigtaður í glas.
Einnig er hægt að kynna sér keppnina og sjá hina ýmsu kokteila á á Instagram hér eða á heimasíðu keppninnar hér.
Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um Viking, þá mætti hann í viðtal hjá Viceman fyrir ári síðan, rétt eftir að hann sigraði í Bacardi Legacy hér á Íslandi.
Viðtalið við Viking hefst á 20 mínútum eftir stutt spjall við Johu Eklund Brand Ambassador Bacardy á norðurlöndunum:
Mynd: Instagram / Vikingur Thorsteinsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana