Pistlar
Uppskriftirnar hennar ömmu
Uppskera, réttir og fyrsta haustlægðin, allt merki um að nú styttist ansi hratt í veturinn. Víða er nú safnað að sér vistum fyrir veturinn þó að sú hefð sé kannski að hverfa með öflugum matvöruverslunum og frábærum veitingastöðum sem bjóða uppá úrvalshráefni allt árið um kring.
Eftir að hafa búið erlendis í nokkur ár og ferðast víða þá hef ég áttað mig á því að við sem búum hér á þessari eyju í miðju norður Atlantshafinu búum við þau forréttindi eða veikleika eftir hvernig á það er litið að hér má valla finna árstíð í framboði á matvælum.
Staðreyndin er nefnilega sú að flest grænmeti er einhverstaðar í heiminum á uppskerutímanum allt árið um kring. Þetta veldur því að grænmeti og ávextir eru alltaf í boði á Íslandi bara frá mismunandi löndum.
Þegar ég bjó í Georgíufylki í Bandaríkjunum sem hefur þann stimpil að vera fylki ferskjuna þá ákváðum ég ásamt nemendum mínum að bjóða uppá ferskjuböku í eftirrétt fyrir stóra veislu sem halda átti í febrúar. Um það bil 2 vikum fyrir veisluna sendum við pöntun á byrgjan okkar og þar meðtalið pöntun á ferskjum, en svarið sem við fengum að ferskjur væru ekki í boði á þessum árstíma þar sem of langt væri liðið frá uppskerutíman og við það sat og við urðum að breyta matseðlinum hjá okkur.
Ferskjur og aðrir ávextir eru meira og minna í boði hjá okkur bara frá mismunandi stöðum í heiminum. Þetta hefur svo þýtt það að árstíðabundnir matseðlar eru að mestu horfnir af íslenskum veitingahúsum, að vísu eru alltaf einhver veitingahús sem bjóða uppá villibráð á haustin og vonandi verður það áfram svo í framtíðinni.
Þá má líka spyrja sig hvaða matvæli eru árstíðarbundinn hér á landi. Nú í miðri sláturtíðinni þar sem meirihluti lambakjötsins er keyrður inná frysti einhverjum tímum eftir slátrun og svo skorið niður eins og við sem neytendur viljum. Lax og silungsveiði er að klárast og mest allt grænmeti sem ræktað er utandyra er komið í hús. Fiskur er veiddur allt árið við strendur landsins og njótum við þess að hafa aðgang að ferskum fiski allt árið um kring.
Fyrra á tímum, kannski ekki fyrir svo löngu stóðu flestar húsmæður landsins í sláturgerð á þessu árstíma, einnig var grænmeti piklað og úr rabbabara og berjum voru gerðar sultur og saft. Ekki ber eins mikið á þessu í nútímasamfélagi þar sem allt er til í næstu verslun þegar okkur hentar. Við verðum samt að passa að týna ekki þessum hefðum og öllum þeim uppskriftum sem safnast hafa í matreiðslubækur landsmanna.
Við eigum líklega flest foreldra, afa, ömmur, langömmur og afa sem hafa í fórum sínum handskrifaðar uppskriftarbækur, þessar bækur er íslenskri matarmenningu dýrmætar og það er okkar að varðveita þær og læra hvernig þessar uppskriftir voru gerðar.
Það er fátt skemmtilegra en að borða góðan mat með fjölskyldu og vinum, pössum uppá hefðirnar og gamlar uppskriftir. Hvernig væri að bjóða vinnum eða fjölskyldu í mat úr uppskriftabókina henna ömmu?
Þórir Erlingsson
Forseti Klúbbs matreiðslumeistara
Mynd: Brynja Kristinsdóttir Thorlacius.
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni