Vertu memm

Markaðurinn

Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa

Birting:

þann

Uppskrift - Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa

Þessi dásamlegu kjúklingabringur er ótrúlega auðvelt að útbúa og það tekur enga stund. Þær passa líka jafn vel hversdags eða t.d. í matarboð með góðum vinum.

Fersk eplin haldast stökk þrátt fyrir að þau séu bökuð með kjúklingnum og sóma sér einstaklega vel með gómsætum ostinum og hlynsírópsgljáanum með kryddjurtunum.

Þegar osturinn bráðnar og blandast við safann úr eplunum, kjúklingnum og gljáanum verður til gómsæt sósa sem er fullkomið að dreifa yfir kjúklinginn þegar hann er borinn fram.

Innihald:

3 meðalstórar kjúklingabringur

½ epli, rautt eða Pink lady

½ Dala höfðingi, skorinn í sneiðar

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

2 msk. ólífuolía

Nokkrar ferskar rósmaríngreinar

Hlynsírópsgljái

3 msk. hlynsíróp

2 tsk. dijon sinnep

1 tsk. hvítlauksduft

1 tsk. þurrkað timían

1 tsk. þurrkað rósmarín

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skola og þerra bringurnar. Snyrtið ef þarf.
  2. Skerið ostinn og eplið í sneiðar og setjið til hliðar.
  3. Setjið allt sem fer í gljáann saman í skál og hrærið saman.
  4. Skerið vasa í kjúklingabringurnar. Mér finnst best að láta þær liggja á brettinu og leggja lófann ofan á bringuna á meðan ég sker með beittum hníf í miðjuna á bringunni. Varist að skera í gegnum bringuna.
  5. Hitið ofninn í 200°C blástur.
  6. Penslið ólífuolíu á bringurnar og saltið og piprið ríflega. Hitið steypujárnspönnu eða pönnu sem má fara í ofn og setjið ólífuolíu út á pönnuna. Passið að hita pönnuna ekki of mikið svo það fari ekki að rjúka úr olíunni.
  7. Steikið bringurnar ófylltar í 2-3 mín á hvorri hlið eða þangað til þær eru orðnar fallega gylltar.
  8. Takið af pönnunni og raðið nokkrum osta- og eplasneiðum í vasann á bringunum og setjið aftur á pönnuna.
  9. Penslið bringurnar með gljáanum og stillið tímann á 10 mín. Penslið þær þá aftur, setjið rósmarín greinar út á pönnuna og klárið að baka í ofninum eða í ca. 12 mín í viðbót.
  10. Berið fram með því sem ykkur finnst passa best, ég mæli t.d. með kartöflubátum, fersku salati og sætkartöflumús. Vökvinn sem kemur í pönnuna er stórgóð sósa með en einnig er hægt að útbúa einhverja góða kjúklingasósu.

Nánar á www.gottimatinn.is

Uppskrift - Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið