Uppskriftir
Uppskrift af Þrista White Russian – Elvar Halldór stefnir á að opna sinn eigin veitingastað
Opinn fundur Barþjónaklúbbs Íslands var haldin á dögunum. Þar fór margt fram en m.a. var kynntur nýr Þrista White Russian með nýja þrista líkjörnum frá Hovdenak Distillery. Höfundur kokteilsins er Elvar Halldór Hróar Sigurðsson, sem mætti segja að er rísandi stjarna í veitingageiranum á Íslandi í dag.
Elvar er stjórnarmaður BCI, vaktstjóri á Lebowski bar og framreiðslumaður að mennt. Elvar var framreiðslunemi ársins 2023 og keppti einnig fyrir Íslands hönd í norrænu nemakeppninni í Finnlandi 2024 og lenti þar í 3. sæti með sínu teymi. Elvar er alls ekki hættur og stefnir á að opna sinn eigin stað í framtíðinni.
Þrista White Russian:
Hráefni:
30 ml Hovdenak Distillery Þrista líkjör
30 Vodki
15 ml Kahlúa
30 ml Rjómi
Þeyttur Rjómi
Súkkulaðispænir
Aðferð:
1. Hellið þrista líkjör, vodka, Kahlúa og rjóma í hristara
2. Hristið vel með klaka
3. Sigtið kokteilinn í ,,rocks“ glas með klaka
4. Skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni ofan á
Skál!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Pistlar11 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s