Uppskriftir
Uppskrift af Þrista White Russian – Elvar Halldór stefnir á að opna sinn eigin veitingastað

Elvar að keppa á Íslandsmeistaramóti Barþjóna
Ljósmyndari: Sigurður Steinþórsson
Opinn fundur Barþjónaklúbbs Íslands var haldin á dögunum. Þar fór margt fram en m.a. var kynntur nýr Þrista White Russian með nýja þrista líkjörnum frá Hovdenak Distillery. Höfundur kokteilsins er Elvar Halldór Hróar Sigurðsson, sem mætti segja að er rísandi stjarna í veitingageiranum á Íslandi í dag.
Elvar er stjórnarmaður BCI, vaktstjóri á Lebowski bar og framreiðslumaður að mennt. Elvar var framreiðslunemi ársins 2023 og keppti einnig fyrir Íslands hönd í norrænu nemakeppninni í Finnlandi 2024 og lenti þar í 3. sæti með sínu teymi. Elvar er alls ekki hættur og stefnir á að opna sinn eigin stað í framtíðinni.

Þrista White Russian
Ljósmyndari: Elvar Halldór Hróar Sigurðsson
Þrista White Russian:
Hráefni:
30 ml Hovdenak Distillery Þrista líkjör
30 Vodki
15 ml Kahlúa
30 ml Rjómi
Þeyttur Rjómi
Súkkulaðispænir
Aðferð:
1. Hellið þrista líkjör, vodka, Kahlúa og rjóma í hristara
2. Hristið vel með klaka
3. Sigtið kokteilinn í ,,rocks“ glas með klaka
4. Skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni ofan á
Skál!

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið