Uppskriftir
Uppskrift af Þrista White Russian – Elvar Halldór stefnir á að opna sinn eigin veitingastað

Elvar að keppa á Íslandsmeistaramóti Barþjóna
Ljósmyndari: Sigurður Steinþórsson
Opinn fundur Barþjónaklúbbs Íslands var haldin á dögunum. Þar fór margt fram en m.a. var kynntur nýr Þrista White Russian með nýja þrista líkjörnum frá Hovdenak Distillery. Höfundur kokteilsins er Elvar Halldór Hróar Sigurðsson, sem mætti segja að er rísandi stjarna í veitingageiranum á Íslandi í dag.
Elvar er stjórnarmaður BCI, vaktstjóri á Lebowski bar og framreiðslumaður að mennt. Elvar var framreiðslunemi ársins 2023 og keppti einnig fyrir Íslands hönd í norrænu nemakeppninni í Finnlandi 2024 og lenti þar í 3. sæti með sínu teymi. Elvar er alls ekki hættur og stefnir á að opna sinn eigin stað í framtíðinni.

Þrista White Russian
Ljósmyndari: Elvar Halldór Hróar Sigurðsson
Þrista White Russian:
Hráefni:
30 ml Hovdenak Distillery Þrista líkjör
30 Vodki
15 ml Kahlúa
30 ml Rjómi
Þeyttur Rjómi
Súkkulaðispænir
Aðferð:
1. Hellið þrista líkjör, vodka, Kahlúa og rjóma í hristara
2. Hristið vel með klaka
3. Sigtið kokteilinn í ,,rocks“ glas með klaka
4. Skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni ofan á
Skál!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni





