Freisting
Uppselt í hádegismatinn hjá landsliðinu
Efri röð talið frá vinstri:
Eyþór Rúnarsson – Yfirmatreiðslumaður á Sigga Hall á Óðinsvéum
Sigurður Helgason – Yfirmatreiðslumaður á Skólabrú
Gunnar Karl Gíslason – Yfirmatreiðslumaður á B5
Einar Geirsson – Yfirmatreiðslumaður/veitingarmaður á café Karólínu
Ásgeir Sandholt – Kondidor Sandholt bakarí
Eggert Jónsson – Kondidor / yfirbakari café Adesso smáralind
Bjarni G. Kristinsson – Yfirmatreiðslumaður á Grillinu
Neðri röð talið frá vinstri:
Ragnar Ómarsson – Yfirmatreiðslumaður á Salt 1919 RadissonSAS hótel
Hrefna R. Jóhannsdóttir- Aðstoðar Yfirmatreiðslumaður á Sjávarkjallaranum
Sigurður Gíslason – Yfirmatreiðslumaður á Vox
Alfreð Alfreðsson – Matreiðslumeistari hjá Jóhann Ólafsson
Uppselt í hádegismatinn hjá landsliðinu
Kokkalandsliðið er um þessar mundir í Basel að keppa um titilinn „Culinary World Masters“ ásamt Kanada, Czechia, Þýskaland, Ítalía, Singapor, Slovanía, Switzerland, Wales og United States.
Gissur Guðmundsson, forseti Klúbb matreiðslumeistara er staddur með landsliðinu í Basel og er hann von um glaður yfir strákunum sínum, en hann fer yfir daginn hér fyrir neðan:
„Eftir frítt kvöld í gær voru landsliðsmenn furðu vel á sig komnir þegar ég hitti þá um hádegið í dag. Auðséð að menn eru spenntir og ætla sér að leggja sig allan fram næstu daga. Fórum við saman og ætluðum okkur að komast í hádegismat hjá Singapore og Ítalíu, en því miður komum við of seint, en komust að því á sama tíma að allir miðar fyrir hádegið sem Ísland er með á mánudaginn eru uppseldir. Eina liðið sem var búið að selja upp fyrirfram.
„Stoltir vorum við og það er öruggt að þetta eykur þær kröfur sem eru gerðar til okkar og á sama tíma hvatning til að gera meira en 100 prósent. Dagurinn byrjaði vel, skoðuðum köldu borðin hjá Sviss og Þýskalandi. Þokkalegt en ekki meira en það, þar sem við gerðum okkur meiri vonir með Sviss. Í raun var kalda borðið hjá Þýskalandi nokkuð gott. Nú en síðan kom að sjálfsögðu sjokkið, engin ferð er án vandræða, vandamál með eldhúsið, verðum á einum stað með heita og öðrum með kalda og var yfirkokkurinn á hótelinu látin fjúka í dag þegar þetta kom upp og voru menn frekar óhressir með þetta.
Fraktin sem send var að heiman 3. nóvember, 775 kg af tækjum, tólum, skreytingum og ljósum er týnt, engan veginn hægt að finna símanúmer sem hægt er að hringja í um helgi, sama hvað leitað hefur. Neita því ekki að nokkrir tímar fóru í mikið stress, en er virkilega ánægður með liðið okkar sem hefur tekið hlutunum eins og þeir koma og leyst vandamálin hægt og rólega, án þess að byrja með læti. Tel að það eigi eftir að verða okkur til góða því það er klárt að dómarar fá að vita um okkar raunir. Nú sýningin var skoðuð svona í fljótu bragði í dag og síðan er menn að fara í kvöldverð og snemma í háttinn enda byrjað snemma í fyrramálið.“
Greint frá á heimasíðu KM
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta19 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði