Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Uppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu

Birting:

þann

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara (KM) - Haldinn í Hörpu í Silfurbergi - Laugardaginn 11. janúar 2025

Það er nú orðið ljóst að engin sæti eru eftir á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara sem fram fer í Hörpu laugardagskvöldið 10. janúar. Áhuginn hefur verið gífurlegur og myndaðist biðlisti strax um miðjan nóvember sem jafnast á við met í sögu þessa vinsæla viðburðar.

Þetta eru kærkomin tíðindi fyrir félagsmenn Klúbbs matreiðslumeistara sem taka þátt í undirbúningi og framkvæmd kvöldsins. Aðsóknin undirstrikar mikilvægi starfsins sem unnið er innan Klúbbsins og staðfestir að hátíðarkvöldverðurinn hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn eftirsóttasti matartengdi viðburður landsins.

Að kvöldverðurinn seljist upp svo snemma er skýr hvatning til allra sem koma að skipulagningu og þjónustu á viðburðinum. Áhuginn í ár sýnir enn á ný hversu mikill stuðningur er við starf Klúbbs matreiðslumeistara og íslenska Kokkalandsliðið sem fjöldi félagsmanna starfar með og styður.

Klúbburinn þakkar öllum félagsmönnum fyrir ómetanlegt framlag og metnaðarfullt starf. Samstaða og fagmennska eru lykilforsendur þess að hægt sé að halda viðburð af þessu tagi á jafn háu gæðastigi.

Félagsmenn eru jafnframt hvattir til að fjölmenna í Hörpu þann tíunda janúar og leggja sitt af mörkum til að skapa hátíðlegt og eftirminnilegt kvöld.

Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara í janúar 2025, teknar af ljósmyndaranum Mumma Lú.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið