Frétt
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
Til að auka enn á jólastemningu á Austurvelli samhliða Oslótrénu þetta árið, hefur Reykjavíkurborg ákveðið að árlegur jólamarkaður verði staðsettur í bílastæðum Pósthússtrætis samhliða Austurvelli.
Jólahúsin verða staðsett þannig að úr þeim verður afgreitt út á Pósthússtrætið sjálft, sem þýðir að á meðan verður þessi hluti götunnar göngugata. Fyrsti opnunardagur jólamarkaðarins verður laugardaginn 30. nóvember, en fram að jólum verður jólamarkaðurinn opinn sem hér segir;
30. nóvember – 1 . desember, kl. 13:00 – 20:00.
7. – 8. desember, kl. 13:00 – 20:00.
14. – 15. desember kl. 13:00 – 20:00
19. – 22. desember kl. 13:00 – 20:00
23. desember kl. 14:00 – 23:00
Undirbúningur jólamarkaðar
Uppsetning jólamarkaðarins hefst mánudaginn 25. nóvember en þá hefst færsla á bekkjum og borðum sem nú eru staðsett í bílastæðunum við Austurvöll, yfir götuna í bílastæðin sem liggja samhliða Hótel Borg.
Vörulosun og neyðarakstur
Vegna jólamarkaðarins mun Pósthússtræti við Skólabrú verða lokað kl. 15 á föstudegi fram til kl. 8 um mánudagsmorgun, allar helgar fram að jólum. Vörulosun fyrir Pósthússtræti og Austurstræti á laugardögum getur verið frá Hafnarstræti og Kirkjustræti, en hliðið við alþingishús verður opið frá 8.00- 11.00 á laugardögum. Gott er að benda birgjum þetta fyrirkomulag.
Aðgengi viðbragðsaðila verður tryggt um Kirkjustræti, Thorvaldsenstræti og Veltusund. Vegna öryggisráðstafanna þarf að fjarlægja öll borð, stóla og skilrúm af borgarlandinu í kringum Austurvöll fyrir 29. nóvember.
Almenn bílaumferð um svæðið
Önnur bílaumferð sem kemur inn á svæðið um Skólabrú, mun hafa greiðan aðgang aftur út af því um Kirkjutorg og Templarasund yfir á Vonarstræti.
Mynd: gervigreind / AI
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro