Smári Valtýr Sæbjörnsson
UNO býður upp á Aperitivo og innifalið er „antipasti“ hlaðborð
Veitingastaðurinn UNO ætlar um komandi helgi að bjóða upp á aperitivo eins og vinsælt er á Ítalíu. Margir íslendingar sem hafa ferðast til Ítalíu, hvort sem er í skíða-, sólar- eða menningarferðir þekkja þessa skemmtilegu hefð og hafa saknað þess að hvergi sé hægt að fá ekta Ítalskan aperitivo í miðbænum.
Fyrir þá sem ekki þekkja fer aperitivo fram á milli 17:00 og 19:00 á hinum hefðbundna eftir vinnu / Happy hour tíma. Fólk hittist á barnum og fær sér drykk, oft glas af freyðivíni, og innifalið í verði drykkjarins er smá matarbiti, segir í fréttatilkynningu.
Kokkarnir á UNO, sem eru fyrir löngu orðnir þekktir fyrir heimatilbúna pastað, ætla að setja upp lítið hlaðborð með ólívum og öðru „antipasti“, skinkum, pylsum auk sýnishorna af réttum á matseðlinum.
Aperitivo verður í boði á UNO fimmtudag, föstudag og laugardag næstu helgar.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora