Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

UNO býður upp á Aperitivo og innifalið er „antipasti“ hlaðborð

Birting:

þann

Uno Restaurant

Veitingastaðurinn UNO ætlar um komandi helgi að bjóða upp á aperitivo eins og vinsælt er á Ítalíu.  Margir íslendingar sem hafa ferðast til Ítalíu, hvort sem er í skíða-, sólar- eða menningarferðir þekkja þessa skemmtilegu hefð og hafa saknað þess að hvergi sé hægt að fá ekta Ítalskan aperitivo í miðbænum.

Fyrir þá sem ekki þekkja fer aperitivo fram á milli 17:00 og 19:00 á hinum hefðbundna eftir vinnu / Happy hour tíma.  Fólk hittist á barnum og fær sér drykk, oft glas af freyðivíni, og innifalið í verði drykkjarins er smá matarbiti, segir í fréttatilkynningu.

Kokkarnir á UNO, sem eru fyrir löngu orðnir þekktir fyrir heimatilbúna pastað, ætla að setja upp lítið hlaðborð með ólívum og öðru „antipasti“, skinkum, pylsum auk sýnishorna af réttum á matseðlinum.

Aperitivo verður í boði á UNO fimmtudag, föstudag og laugardag næstu helgar.

 

Mynd: aðsend

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið