Keppni
Unnur Stella sigraði í Arctic Mixologist
Arctic Challenge fór fram í fyrsta sinn á Strikinu á Akureyri í dag. Arctic Challenge er menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilagerð í eina keppni.
8 manns kepptu í mixologist keppninni og var það Unnur Stella Níelsdóttir frá Múlaberg sem sigraði í keppninni með drykkinn Rabbis Blues.
Úrslit í Arctic Mixologist voru eftirfarandi:
1. Unnur Stella Níelsdóttir – Múlaberg
2. Þórkatla Eggerz Tinnudóttir – R5 bar
3. Ýmir Valsson – Múlaberg
Í dómnefnd voru:
Jónína Björg Helgadóttir – eigandi á menningar og veitingastaðnum Majó
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson – Sommelier/Vínþjónn allra Íslendinga
Sigmar Örn Ingólfsson – Framreiðslumeistari
Keppnisfyrirkomulagið hjá barþjónunum var að þeir þurftu að blanda kokteilinn fyrir framan dómnefnd. Dómnefndin átti samskipti við hvern barþjónn fyrir sig til þess að fá hugmynd um hver hugsunin er bakvið hvern og einn kokteil.
Dómarar dæmdu eftir bragð/lykt/útliti/þema/vinnubrögðum og hreinlæti. Hver keppandi á bar fékk 10 mínútur til þess að blanda og skila frá sér tvöfaldri uppskrift fyrir framan dómnefnd.
Síðan hafði dómnefnd 5 mínútur til að tala sín á milli og gefa einkunn.
Úrslit í Arctic chef 2022 keppninni verður birt síðar í dag.
Fleiri Arctic Challenge fréttir hér.
Myndir: Ída Irene Oddsdóttir, viðburðarstjóri Arctic Challenge
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum