Keppni
Unnur Stella sigraði í Arctic Mixologist
Arctic Challenge fór fram í fyrsta sinn á Strikinu á Akureyri í dag. Arctic Challenge er menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilagerð í eina keppni.
8 manns kepptu í mixologist keppninni og var það Unnur Stella Níelsdóttir frá Múlaberg sem sigraði í keppninni með drykkinn Rabbis Blues.
Úrslit í Arctic Mixologist voru eftirfarandi:
1. Unnur Stella Níelsdóttir – Múlaberg
2. Þórkatla Eggerz Tinnudóttir – R5 bar
3. Ýmir Valsson – Múlaberg
Í dómnefnd voru:
Jónína Björg Helgadóttir – eigandi á menningar og veitingastaðnum Majó
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson – Sommelier/Vínþjónn allra Íslendinga
Sigmar Örn Ingólfsson – Framreiðslumeistari
Keppnisfyrirkomulagið hjá barþjónunum var að þeir þurftu að blanda kokteilinn fyrir framan dómnefnd. Dómnefndin átti samskipti við hvern barþjónn fyrir sig til þess að fá hugmynd um hver hugsunin er bakvið hvern og einn kokteil.
Dómarar dæmdu eftir bragð/lykt/útliti/þema/vinnubrögðum og hreinlæti. Hver keppandi á bar fékk 10 mínútur til þess að blanda og skila frá sér tvöfaldri uppskrift fyrir framan dómnefnd.
Síðan hafði dómnefnd 5 mínútur til að tala sín á milli og gefa einkunn.
Úrslit í Arctic chef 2022 keppninni verður birt síðar í dag.
Fleiri Arctic Challenge fréttir hér.
Myndir: Ída Irene Oddsdóttir, viðburðarstjóri Arctic Challenge

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni4 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun2 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt2 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf