Vertu memm

Keppni

Unnur Stella sigraði í Arctic Mixologist

Birting:

þann

Arctic Challenge 2022

Unnur Stella Níelsdóttir

Arctic Challenge fór fram í fyrsta sinn á Strikinu á Akureyri í dag. Arctic Challenge er menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilagerð í eina keppni.

8 manns kepptu í mixologist keppninni og var það Unnur Stella Níelsdóttir frá Múlaberg sem sigraði í keppninni með drykkinn Rabbis Blues.

Úrslit í Arctic Mixologist voru eftirfarandi:

1. Unnur Stella Níelsdóttir – Múlaberg
2. Þórkatla Eggerz Tinnudóttir – R5 bar
3. Ýmir Valsson – Múlaberg

Í dómnefnd voru:

Jónína Björg Helgadóttir – eigandi á menningar og veitingastaðnum Majó
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson – Sommelier/Vínþjónn allra Íslendinga
Sigmar Örn Ingólfsson – Framreiðslumeistari

Arctic Challenge 2022

Þórkatla Eggerz Tinnudóttir, Unnur Stella Níelsdóttir og Ýmir Valsson

Keppnisfyrirkomulagið hjá barþjónunum var að þeir þurftu að blanda kokteilinn fyrir framan dómnefnd. Dómnefndin átti samskipti við hvern barþjónn fyrir sig til þess að fá hugmynd um hver hugsunin er bakvið hvern og einn kokteil.

Dómarar dæmdu eftir bragð/lykt/útliti/þema/vinnubrögðum og hreinlæti. Hver keppandi á bar fékk 10 mínútur til þess að blanda og skila frá sér tvöfaldri uppskrift fyrir framan dómnefnd.

Síðan hafði dómnefnd 5 mínútur til að tala sín á milli og gefa einkunn.

Úrslit í Arctic chef 2022 keppninni verður birt síðar í dag.

Fleiri Arctic Challenge fréttir hér.

Myndir: Ída Irene Oddsdóttir, viðburðarstjóri Arctic Challenge

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið