Keppni
Unnur Stella sigraði í Arctic Mixologist
Arctic Challenge fór fram í fyrsta sinn á Strikinu á Akureyri í dag. Arctic Challenge er menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilagerð í eina keppni.
8 manns kepptu í mixologist keppninni og var það Unnur Stella Níelsdóttir frá Múlaberg sem sigraði í keppninni með drykkinn Rabbis Blues.
Úrslit í Arctic Mixologist voru eftirfarandi:
1. Unnur Stella Níelsdóttir – Múlaberg
2. Þórkatla Eggerz Tinnudóttir – R5 bar
3. Ýmir Valsson – Múlaberg
Í dómnefnd voru:
Jónína Björg Helgadóttir – eigandi á menningar og veitingastaðnum Majó
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson – Sommelier/Vínþjónn allra Íslendinga
Sigmar Örn Ingólfsson – Framreiðslumeistari
Keppnisfyrirkomulagið hjá barþjónunum var að þeir þurftu að blanda kokteilinn fyrir framan dómnefnd. Dómnefndin átti samskipti við hvern barþjónn fyrir sig til þess að fá hugmynd um hver hugsunin er bakvið hvern og einn kokteil.
Dómarar dæmdu eftir bragð/lykt/útliti/þema/vinnubrögðum og hreinlæti. Hver keppandi á bar fékk 10 mínútur til þess að blanda og skila frá sér tvöfaldri uppskrift fyrir framan dómnefnd.
Síðan hafði dómnefnd 5 mínútur til að tala sín á milli og gefa einkunn.
Úrslit í Arctic chef 2022 keppninni verður birt síðar í dag.
Fleiri Arctic Challenge fréttir hér.
Myndir: Ída Irene Oddsdóttir, viðburðarstjóri Arctic Challenge
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?