Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ungur og efnilegur veitingamaður í framkvæmdum – Dons Donuts í varanlegt húsnæði
Kleinuhringja matarvagninn Dons Donuts sem staðsettur er á Spot bílastæðinu í Kópavogi þekkja margir, enda býður vagninn upp á frábæra nýbakaða kleinuhringi.
Nú standa yfir framkvæmdir í húsnæði við Núpalind 1 í Kópavogi, en þar mun Dons Donuts opna fimmtudaginn 31. mars næstkomandi. Staðurinn verður Take Away en á staðnum verða þó tvö barborð með 8 sætum og þegar veður leyfir verða borð og stólar einnig fyrir utan.
Formleg opnun er á morgun fimmtudaginn 31. mars.
Opnunartími verður frá 17:00 – 22:00 virka daga og 12:00 – 22:00 um helgar, en stefnan er að hafa opið til 23:00 alla daga.
Eigandi Dons Donuts er hinn 21 árs gamli Sigurður Elí Bergsteinsson.
„Dons vagninn verður notaður á sumrin og kemur til með að vera á mörgum hátíðum og viðburðum í sumar, ásamt því að mæta á lausum helgum í nokkur bæjarfélög.“
Sagði Sigurður Elí í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um framtíð matarvagnsins, og bætir við:
„Fórum t.d. á Akureyri síðastliðið sumar og þar myndaðist strax 50 manna röð frá opnun til lokun, ásamt því að vera uppselt á hverjum degi.
Nú er unnið að því að bæta við öðrum veisluþjónustuvagni, þar sem mikið er um bókanir fyrir fermingar, afmæli og árshátíðir í sumar hjá mér.“
Nýbúið er að gera nýjan matseðil sem mun vera í boði á nýja staðnum, en Sigurður er með hugmyndir að nýjum réttum sem hann mun bæta við ásamt því að vera með toppings mánaðarins.
Lítið um túrista í Kópavogi
Sigurður Elí lætur ekki hér staðar numið, en hann stefnir á að opna kaffihús í Reykjavík:
„Ég er að leita eftir húsnæði í miðbænum í Reykjavík sem verður meira kaffihúsa vibe, en túristinn sækir mjög mikið í kleinuhringina.
Ég hef ekki náð að nýta matarvagninn 100% þar sem lítið er um túrista í Kópavogi. Hafði hugsað mér að kaffihúsið yrði opið frá 09:00 til 23:00.
Svo sótti ég um pláss á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarið og er að bíða eftir svari við þeirri umsókn.“
Sagði Sigurður Elí að lokum.
Við óskum Sigurði góðs gengis og mun veitingageirinn.is fylgjast vel með þessum unga og efnilega veitingamanni og færa ykkur fréttir og myndir um leið og þær berast.
Facebook: Dons Donuts
Myndir: aðsendar / Sigurður Elí

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun