Pistlar
Ungliðastarfið
Mikil sigling er komin á ungliðastarfið í matreiðslu undir handleiðslu Bjarka Hilmarssonar og Rögnvaldar Guðbrandssonar sem hafa tekið verkefnið að sér. Tilgangurinn með ungliðastarfinu er að ýta enn frekar undir áhuga okkar efnilegustu nema í matreiðslu og hver veit nema í þessum hópi leynist landsliðsmenn framtíðarinnar.
Mikill áhugi og dugnaður einkennir hópinn sem hefur þegar tekið að sér eitt verkefni og leyst það vel af hendi. Var það hlaðborð sem sérstaklega var sett upp fyrir nemendafélag menntaskólans á Ísafirði í tilefni af sólrisuhátíðinni, sem haldinn er árlega þar í bæ. Fjórir fræknir félagar úr Ungkokkum Íslands fóru vestur og lögðu nótt við dag til að setja upp glæsilegt hádegishlaðborð fyrir nemendur og kennara. Heppnaðist þetta frábærlega og þótti maturinn einstaklega góður, frumlegur og fallega fram borinn. Hægt er að sjá myndir frá Ísafirði á vef freistingar og heimasíðu Klúbbs matreiðslumeistara.
Til hamingju Ungkokkar Íslands og haldið áfram á þessari braut. Bjarki er örugglega búinn að segja ykkur að það kostar svita og tár að verða góður í þessu fagi.
Ingvar Sigurðsson
Forseti Klúbbs matreiðslumeistara

-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Skapandi konfektmeistari óskast