Frétt
Ungkokkar Íslands fjölmenntu á ískynningu
Í gær fjölmenntu Ungkokkar ásamt Ingvari Má Helgasyni frá Klúbbi Matreiðslumeistara á ískynningu hjá Ísam Horeca.
Eggert Jónsson bakari og konditor ásamt Hjálmari Erni Erlingssyni matreiðslumanni kynntu og löguðu 10 tegundir af ís, en Ísam eru nýkomnir með umboð fyrir ísvörur frá Fabbri sem er elsta og eitt virtasta ísfyrirtæki á Ítalíu sem heldur upp á 110 ára afmæli sitt á næsta ári.
Til gamans má geta að Eggert Jónsson, Hjálmar Örn Erlingsson og Atli Edgarsson fóru fyrr á árinu til Bolognia einmitt til Fabbri að læra ísgerð, en hægt er að lesa nánar um þetta virta fyrirtæki með því að smella hér.
Einnig bakaði Eggert súrdeigs focaccia brauð sem sem var smakkað á ásamt úrvali af Sacla pestói og olíum.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?



















