Nemendur & nemakeppni
Ungkokkar Íslands brilleruðu á árshátíð KM

Hluti af Ungkokkum Íslands.
F.v. Megija Zune, Baldur Smári Sævarsson, Jón Þorberg Óttarsson, Burkni Þór Bjarkason, Kristleifur Darri Kolbeinsson og þeim til aðstoðar var Tómas Ingi Jórunnarson.
Eins og fram hefur komið þá var árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara haldin á Siglufirði á laugardaginn fyrir viku.
Um matseldina sáu Ungkokkar Íslands um og þeim til aðstoðar var Tómas Jórunnarson starfandi matreiðslumaður á Hótel Sigló. Félagsskapurinn Ungkokkar Íslands starfar sem sjálfstæð eining innan Klúbbs Matreiðslumeistara. Fréttamaður veitingageirans kíkti á Ungkokkana sem voru í fullum undirbúningi í vinnslueldhúsi sem staðsett er við hlið veitingastaðarins Rauðku á Sigló og það mátti greinilega sjá að hér er kominn saman metnaðarfullur hópur.
Kara Guðmundsdóttir matreiðslumaður og liðstjóri liðsins var á staðnum og fór vel yfir alla þætti og útskýrði hvernig hlutirnir ættu að vera, en gaf samt meðlimum lausan taum til að blómstra í keyrslunni. Liðstjórar Ungkokka Íslands eru Kara Guðmundsdóttir og Logi Brynjarsson matreiðslumenn.
Einungis hluti af hópnum var á Siglufirði, en meðlimir í Ungkokkum Íslands eru 15 talsins:
- Arnór Daði Jónsson – Hilton
- Baldur Smári Sævarsson – Icelandair hotels Mývatni
- Brynjólfur Birkir Þrastarsson – Moss
- Burkni Þór Bjarkason – Sumac
- Dagníel Óskarsson – Natura
- Guðmundur Jónsson – Bláa lónið
- Guðni Björnsson – Bláa lónið
- Harpa Sigríður Óskarsdóttir – Slippurinn
- Jón Þorberg Óttarsson – Humarhúsið
- Kristleifur Darri Kolbeinsson – Natura
- Megija Zune – Brasserie
- Michael Pétursson – Mathús Garðabæjar
- Nickolai ceasarrio – Grillið
- Sigþór Daði Kristinsson – Grillið
- Wiktor pálsson – Grillið
Og hvernig smakkaðist maturinn?
„Skemmtileg samsetning, flott eldun á ýsunni sem var hæfilega reykt ekki of mikið, gott kartöflumauk, uppstúf var létt í froðustíl, krönsí rúgbrauð og djúpsteikt söl sem var algjört sælgæti.“
„Góð eldun á lambakjötinu þó hefði mátt vera minna eldað fyrir minn smekk, hægelduð lambaöxl kom virkilega vel út, grænmetið var gott og kremað bygg með parmesan var winner“
„Mjög góður réttur og góður endir á flottum kvöldverði“.
Myndir: Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!