Keppni
Undirskrift bakhjarla Kokkalandsliðsins | Kokkalandsliðið opnar nýja heimasíðu

Við borðið sitja talið frá vinstri: Guðný Káradóttir forstöðumaður sjávarútvegs- og matvælasviðs Íslandsstofu, Magnús Bjarnason forstjóri Icelandic Group, Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins, Nótt Thorberg markaðsstjóri Marel á Íslandi og Guðmundur Óskarsson forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunar Icelandair. Fyrir aftan Ylfa Helgadóttir Kopar, Hrafnkell Sigríðarson Bunk Bar, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri Lava Bláa lónið, Fannar Vernharðsson Vox, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Hafsteinn Ólafsson Apótekið, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Lava Bláa lónið, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélagið og Garðar Kári Garðarsson Strikið.
Undirskrift bakhjarla Kokkalandsliðsins fór fram í æfingarhúsnæði liðsins að Bitruhálsi 2 í hádeginu í gær þriðjudaginn 28. október. Bakhjarlar liðsins eru Icelandair, Icelandic, Íslandsstofa og Marel. Að undirskrift lokinni var boðið upp á þriggja rétta keppnismáltíð Kokkalandsliðsins sem verður elduð frá grunni á keppnisstað í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu í Lúxemborg í næsta mánuði.
Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins segir að stuðningur við Kokkalandsliðið skipti sköpum:
Það er heilmikið mál að senda lið til þátttöku í Heimsmeistarakeppnina sem haldin er á fjögurra ára fresti og margt sem þarf að huga að. Það er því gríðarlega mikilvægt að fá svo öflug fyrirtæki sem bakhjarlarnir eru til liðs við okkur. Með stuðningi bakhjarlanna er mögulegt að umgjörð Kokkalandsliðsins verði fagleg og standist samanburð við það sem aðrar þjóðir gera fyrir sín lið enda keppir liðið stolt fyrir hönd Íslands.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Daníel Cochran Kolabrautin, Ylfa Helgadóttir Kopar, Hrafnkell Sigríðarson Bunk Bar, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri Lava Bláa lónið, Magnús Bjarnason forstjóri Icelandic Group, Fannar Vernharðsson Vox, Hasteinn Ólafsson Apótekið, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Guðný Káradóttir forstöðumaður sjávarútvegs- og matvælasviðs Íslandsstofu, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Lava Bláa lónið, Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins, Nótt Thorberg markaðsstjóri Marel á Íslandi, Guðmundur Óskarsson forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunar Icelandair, Garðar Kári Garðarsson Strikið og Ari Þór Gunnarsson Fiskfélagið.
Kokkalandsliðið opnaði einnig í dag vefsíðuna kokkalandslidid.is þar sem er að finna allar helstu upplýsingar um liðið og einstaka liðsmenn. Þá geta landsmenn fylgst með Kokkalandsliðinu á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter .
Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu