Keppni
Undirskrift bakhjarla Kokkalandsliðsins | Kokkalandsliðið opnar nýja heimasíðu

Við borðið sitja talið frá vinstri: Guðný Káradóttir forstöðumaður sjávarútvegs- og matvælasviðs Íslandsstofu, Magnús Bjarnason forstjóri Icelandic Group, Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins, Nótt Thorberg markaðsstjóri Marel á Íslandi og Guðmundur Óskarsson forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunar Icelandair. Fyrir aftan Ylfa Helgadóttir Kopar, Hrafnkell Sigríðarson Bunk Bar, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri Lava Bláa lónið, Fannar Vernharðsson Vox, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Hafsteinn Ólafsson Apótekið, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Lava Bláa lónið, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélagið og Garðar Kári Garðarsson Strikið.
Undirskrift bakhjarla Kokkalandsliðsins fór fram í æfingarhúsnæði liðsins að Bitruhálsi 2 í hádeginu í gær þriðjudaginn 28. október. Bakhjarlar liðsins eru Icelandair, Icelandic, Íslandsstofa og Marel. Að undirskrift lokinni var boðið upp á þriggja rétta keppnismáltíð Kokkalandsliðsins sem verður elduð frá grunni á keppnisstað í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu í Lúxemborg í næsta mánuði.
Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins segir að stuðningur við Kokkalandsliðið skipti sköpum:
Það er heilmikið mál að senda lið til þátttöku í Heimsmeistarakeppnina sem haldin er á fjögurra ára fresti og margt sem þarf að huga að. Það er því gríðarlega mikilvægt að fá svo öflug fyrirtæki sem bakhjarlarnir eru til liðs við okkur. Með stuðningi bakhjarlanna er mögulegt að umgjörð Kokkalandsliðsins verði fagleg og standist samanburð við það sem aðrar þjóðir gera fyrir sín lið enda keppir liðið stolt fyrir hönd Íslands.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Daníel Cochran Kolabrautin, Ylfa Helgadóttir Kopar, Hrafnkell Sigríðarson Bunk Bar, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri Lava Bláa lónið, Magnús Bjarnason forstjóri Icelandic Group, Fannar Vernharðsson Vox, Hasteinn Ólafsson Apótekið, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Guðný Káradóttir forstöðumaður sjávarútvegs- og matvælasviðs Íslandsstofu, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Lava Bláa lónið, Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins, Nótt Thorberg markaðsstjóri Marel á Íslandi, Guðmundur Óskarsson forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunar Icelandair, Garðar Kári Garðarsson Strikið og Ari Þór Gunnarsson Fiskfélagið.
Kokkalandsliðið opnaði einnig í dag vefsíðuna kokkalandslidid.is þar sem er að finna allar helstu upplýsingar um liðið og einstaka liðsmenn. Þá geta landsmenn fylgst með Kokkalandsliðinu á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter .
Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús





