Keppni
Undirskrift bakhjarla Kokkalandsliðsins | Kokkalandsliðið opnar nýja heimasíðu
Undirskrift bakhjarla Kokkalandsliðsins fór fram í æfingarhúsnæði liðsins að Bitruhálsi 2 í hádeginu í gær þriðjudaginn 28. október. Bakhjarlar liðsins eru Icelandair, Icelandic, Íslandsstofa og Marel. Að undirskrift lokinni var boðið upp á þriggja rétta keppnismáltíð Kokkalandsliðsins sem verður elduð frá grunni á keppnisstað í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu í Lúxemborg í næsta mánuði.
Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins segir að stuðningur við Kokkalandsliðið skipti sköpum:
Það er heilmikið mál að senda lið til þátttöku í Heimsmeistarakeppnina sem haldin er á fjögurra ára fresti og margt sem þarf að huga að. Það er því gríðarlega mikilvægt að fá svo öflug fyrirtæki sem bakhjarlarnir eru til liðs við okkur. Með stuðningi bakhjarlanna er mögulegt að umgjörð Kokkalandsliðsins verði fagleg og standist samanburð við það sem aðrar þjóðir gera fyrir sín lið enda keppir liðið stolt fyrir hönd Íslands.
Kokkalandsliðið opnaði einnig í dag vefsíðuna kokkalandslidid.is þar sem er að finna allar helstu upplýsingar um liðið og einstaka liðsmenn. Þá geta landsmenn fylgst með Kokkalandsliðinu á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter .
Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli3 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar