Vertu memm

Freisting

Undirbúningur er hafinn fyrir sjávarútvegssýninguna í Kína 1.-3. nóvember

Birting:

þann

Hafinn er undirbúningur fyrir sjávarútvegssýninguna China Fisheries & Seafood Expo 2006 sem fer fram í borginni Qingdao 1.–3. nóvember nk.

Þessi sýning er sú allra stærsta í Asíu á sviði sjávarútvegs og hefur farið stækkandi ár frá ári frá því hún var fyrst haldin árið 1996. Í ár er gert ráð fyrir 900 sýningarbásum frá rúmlega 40 þjóðum og meira en 15.000 gestum víðsvegar úr heiminum. Í Qingdao, sem staðsett er í Shandong héraði í norðausturhluta Kína, búa 7 milljónir íbúa en Shandong hérað er miðstöð fiskvinnslu í landinu með meira en eitt þúsund fiskiðjuver.

China Fisheries & Seafood Expo er alþjóðleg sjávarútvegssýning sem hentar ágætlega þeim fyrirtækjum sem eru að selja og kaupa sjávarafurðir og einnig þeim sem þjónusta sjávarútveginn með búnað og tæki. Útflutningsráð hefur mörg undanfarin ár skipulagt íslenskan þjóðarbás á sýningunni. Fyrirtækjum sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni er boðið upp á tvo möguleika; annars vegar að vera með eigin sýningarbás eða leigja veggpláss og fundaraðstöðu á sameiginlegu sýningarsvæði Útflutningsráðs.

Sýningarhaldarar bjóða upp á heimsóknir í kínverskar fiskvinnslur (Qingdao Industrie Tour) bæði á meðan sýningu stendur og eftir sýningu en áhugasamir geta skráð sig í þessar heimsóknir á tölvupóstfangið: [email protected]

Vefur sýningarinnar er á slóðinni www.chinaseafoodexpo.com .

Áhugasömum um þátttöku eða nánari upplýsingar er bent á að hafa samband við Berglindi Steindórsdóttur, forstöðumann sýningarsviðs ( [email protected] ) eða Björgvin Þór Björgvinsson, verkefnisstjóra sýningarsviðs ( [email protected] ) , sími: 511 4000.

 

Auglýsingapláss

Greint frá á heimasíðu Útflutningsráð Íslands

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið