Freisting
Undirbúningur er hafinn fyrir sjávarútvegssýninguna í Kína 1.-3. nóvember
Hafinn er undirbúningur fyrir sjávarútvegssýninguna China Fisheries & Seafood Expo 2006 sem fer fram í borginni Qingdao 1.3. nóvember nk.
Þessi sýning er sú allra stærsta í Asíu á sviði sjávarútvegs og hefur farið stækkandi ár frá ári frá því hún var fyrst haldin árið 1996. Í ár er gert ráð fyrir 900 sýningarbásum frá rúmlega 40 þjóðum og meira en 15.000 gestum víðsvegar úr heiminum. Í Qingdao, sem staðsett er í Shandong héraði í norðausturhluta Kína, búa 7 milljónir íbúa en Shandong hérað er miðstöð fiskvinnslu í landinu með meira en eitt þúsund fiskiðjuver.
China Fisheries & Seafood Expo er alþjóðleg sjávarútvegssýning sem hentar ágætlega þeim fyrirtækjum sem eru að selja og kaupa sjávarafurðir og einnig þeim sem þjónusta sjávarútveginn með búnað og tæki. Útflutningsráð hefur mörg undanfarin ár skipulagt íslenskan þjóðarbás á sýningunni. Fyrirtækjum sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni er boðið upp á tvo möguleika; annars vegar að vera með eigin sýningarbás eða leigja veggpláss og fundaraðstöðu á sameiginlegu sýningarsvæði Útflutningsráðs.
Sýningarhaldarar bjóða upp á heimsóknir í kínverskar fiskvinnslur (Qingdao Industrie Tour) bæði á meðan sýningu stendur og eftir sýningu en áhugasamir geta skráð sig í þessar heimsóknir á tölvupóstfangið: [email protected]
Vefur sýningarinnar er á slóðinni www.chinaseafoodexpo.com .
Áhugasömum um þátttöku eða nánari upplýsingar er bent á að hafa samband við Berglindi Steindórsdóttur, forstöðumann sýningarsviðs ( [email protected] ) eða Björgvin Þór Björgvinsson, verkefnisstjóra sýningarsviðs ( [email protected] ) , sími: 511 4000.
Greint frá á heimasíðu Útflutningsráð Íslands
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni4 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé