Freisting
Undarlegur matur á Íslandi

Andrew Zimmern, var á Íslandi nú á dögunum til að kynna sér undarlegan mat þjóðarinnar fyrir sjónvarpsþáttinn „Bizarre food“ sem hann stýrir á Discovery-sjónvarpsstöðinni. Og hann var ekki nískur á lofið þegar kom að íslenskri matargerð, er blaðamaður spjallaði við hann á hinum rammíslenska Sægreifa þar sem eigandinn Kjartan Halldórsson, bauð upp á hvalkjöt eða „Moby Dick“ á spjóti eins og hann kallaði það.
„Það hefur verið frábært hérna, ég er búinn að borða slátur, hákarl og lunda. Ég hef borðað á sumum bestu veitingastöðum Reykjavíkur, Vox og hjá Sigga Hall og ég hef helling að segja um þessa nýtísku veitingastaði landsins. Ég er gjörsamlega ástfanginn af Íslandi,“ sagði Zimmern, sem er menntaður kokkur og hefur starfað sem yfirkokkur eða ráðgjafi við marga fræga veitingastaði í New York, Minneapolis og víðar.
Aðspurður hvað hefði vakið mesta athygli hans í heimsókninni sagði Zimmern það hafa komið sér á óvart hve mikil gæði hráefnisins væru.
Heimasíða Andrew Zimmern: www.andrewzimmern.com

Sægreifinn
Greint frá á Mbl.is
Mynd: freisting.is | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanCraft Burger Kitchen lokar – erfiðu rekstrarumhverfi kennt um





