Freisting
Undarlegur matur á Íslandi
Andrew Zimmern, var á Íslandi nú á dögunum til að kynna sér undarlegan mat þjóðarinnar fyrir sjónvarpsþáttinn „Bizarre food“ sem hann stýrir á Discovery-sjónvarpsstöðinni. Og hann var ekki nískur á lofið þegar kom að íslenskri matargerð, er blaðamaður spjallaði við hann á hinum rammíslenska Sægreifa þar sem eigandinn Kjartan Halldórsson, bauð upp á hvalkjöt eða „Moby Dick“ á spjóti eins og hann kallaði það.
„Það hefur verið frábært hérna, ég er búinn að borða slátur, hákarl og lunda. Ég hef borðað á sumum bestu veitingastöðum Reykjavíkur, Vox og hjá Sigga Hall og ég hef helling að segja um þessa nýtísku veitingastaði landsins. Ég er gjörsamlega ástfanginn af Íslandi,“ sagði Zimmern, sem er menntaður kokkur og hefur starfað sem yfirkokkur eða ráðgjafi við marga fræga veitingastaði í New York, Minneapolis og víðar.
Aðspurður hvað hefði vakið mesta athygli hans í heimsókninni sagði Zimmern það hafa komið sér á óvart hve mikil gæði hráefnisins væru.
Heimasíða Andrew Zimmern: www.andrewzimmern.com
Sægreifinn
Greint frá á Mbl.is
Mynd: freisting.is | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni3 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt5 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Keppni2 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan