Freisting
Undanþága Hallarinnar í Vestmannaeyjum framlengd út janúar
Höllin hefur fengið úrskurð frá umhverfisráðuneytinu varðandi undanþágu til skemmtihalds í veislu- og ráðstefnuhúsinu Höllinni. Styr hefur staðið um bygginguna og starfsemina þar og var málið komið til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Hallarbændur kærðu úrskurð Heilbrigðiseftirlitsins til ráðuneytis sem hefur nú gefið tímabundið leyfi til Hallarinnar eða út janúar.
Þetta þýðir að umhverfisráðuneytið hefur framlengt bráðabirgðaleyfi Hallarinnar út janúar og er því hægt að halda böll þar út mánuðinn. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta lá úrskurðinn fyrir hjá ráðuneytinu fyrir viku síðan og var hann sendur Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Hins vegar hafði eigendum Hallarinnar ekki verið tilkynnt um úrskurðinn fyrr en þeir leituðu sjálfir til ráðuneytis og er hugsanlegt að Heilbrigðiseftirlitið hafi framið stjórnsýslubrot með að tilkynna eigendum Hallarinnar ekki strax um úrskurð ráðuneytisins.
Greint frá á fréttavefnum eyjafrettir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins