Freisting
Undanþága Hallarinnar í Vestmannaeyjum framlengd út janúar
Höllin hefur fengið úrskurð frá umhverfisráðuneytinu varðandi undanþágu til skemmtihalds í veislu- og ráðstefnuhúsinu Höllinni. Styr hefur staðið um bygginguna og starfsemina þar og var málið komið til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Hallarbændur kærðu úrskurð Heilbrigðiseftirlitsins til ráðuneytis sem hefur nú gefið tímabundið leyfi til Hallarinnar eða út janúar.
Þetta þýðir að umhverfisráðuneytið hefur framlengt bráðabirgðaleyfi Hallarinnar út janúar og er því hægt að halda böll þar út mánuðinn. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta lá úrskurðinn fyrir hjá ráðuneytinu fyrir viku síðan og var hann sendur Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Hins vegar hafði eigendum Hallarinnar ekki verið tilkynnt um úrskurðinn fyrr en þeir leituðu sjálfir til ráðuneytis og er hugsanlegt að Heilbrigðiseftirlitið hafi framið stjórnsýslubrot með að tilkynna eigendum Hallarinnar ekki strax um úrskurð ráðuneytisins.
Greint frá á fréttavefnum eyjafrettir.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana