Frétt
Umræða um að banna sölu á lunda – Bannið myndi ná yfir kjöt og ham – Villibráðarveislur gætu fengið undanþágu
Nú fer fram vinna við stjórnunar- og verndaráætlun lunda. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á verkefninu og vinnur áætlunina í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og hagsmunaaðila.
Í febrúar 2023 komu hagsmunaaðilar saman í tveggja daga vinnustofu sem leidd var af Dr Fred Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og líkanagerð.
Veiðibann kom til umræðu en slíkt bann þarf að réttlæta, ekki eingöngu á vistfræðilegum grunni, heldur einnig í ljósi menningar- og efnahagslegra gilda. Slíkt bann krefst mikillar eftirfylgni sem gæti reynst erfitt í ljósi takmarkaðra heimildar til slíks eftirlits í núgildandi veiðilöggjöf.
Mögulegar breytingar á reglugerð
Eins fram kemur í
skýrslu frá Umhverfisstofnun stendur stofnstærð íslenska lundans ekki undir veiðum og þar sem meirihluti veiða er háfaveiði fyrir veitingastaði og verslanir lögðu þátttakendur vinnufundarins til að bann yrði lagt á sölu lunda.
Bannið myndi ná yfir kjöt og ham, bæði fyrir innanlandsneyslu og til útflutnings. Slíkt bann þarf að réttlæta, ekki eingöngu á vistfræðilegum grunni, heldur einnig í ljósi menningar- og efnahagslegra gilda. Slíkt bann krefst mikillar eftirfylgni sem gæti reynst erfitt í ljósi takmarkaðra heimildar til slíks eftirlits í núgildandi veiðilöggjöf.
Þátttakendur vinnufundarins voru sammála um að mögulega gæti komið til tilslakana frá banni í sérstökum tilvikum.
Til dæmis gæti verið undanþága fyrir villibráðarveislur ef leyfi væru gefin út og þeim framfylgt. Verið er að vinna að ítarlegri rökstuðningi fyrir banni við sölu á lunda. Til viðbótar við sölubann væri möguleiki á að skoða takmarkanir á skotveiðitímabili.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







