Frétt
Umræða um að banna sölu á lunda – Bannið myndi ná yfir kjöt og ham – Villibráðarveislur gætu fengið undanþágu
Nú fer fram vinna við stjórnunar- og verndaráætlun lunda. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á verkefninu og vinnur áætlunina í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og hagsmunaaðila.
Í febrúar 2023 komu hagsmunaaðilar saman í tveggja daga vinnustofu sem leidd var af Dr Fred Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og líkanagerð.
Veiðibann kom til umræðu en slíkt bann þarf að réttlæta, ekki eingöngu á vistfræðilegum grunni, heldur einnig í ljósi menningar- og efnahagslegra gilda. Slíkt bann krefst mikillar eftirfylgni sem gæti reynst erfitt í ljósi takmarkaðra heimildar til slíks eftirlits í núgildandi veiðilöggjöf.
Mögulegar breytingar á reglugerð
Eins fram kemur í skýrslu frá Umhverfisstofnun stendur stofnstærð íslenska lundans ekki undir veiðum og þar sem meirihluti veiða er háfaveiði fyrir veitingastaði og verslanir lögðu þátttakendur vinnufundarins til að bann yrði lagt á sölu lunda.
Bannið myndi ná yfir kjöt og ham, bæði fyrir innanlandsneyslu og til útflutnings. Slíkt bann þarf að réttlæta, ekki eingöngu á vistfræðilegum grunni, heldur einnig í ljósi menningar- og efnahagslegra gilda. Slíkt bann krefst mikillar eftirfylgni sem gæti reynst erfitt í ljósi takmarkaðra heimildar til slíks eftirlits í núgildandi veiðilöggjöf.
Þátttakendur vinnufundarins voru sammála um að mögulega gæti komið til tilslakana frá banni í sérstökum tilvikum.
Til dæmis gæti verið undanþága fyrir villibráðarveislur ef leyfi væru gefin út og þeim framfylgt. Verið er að vinna að ítarlegri rökstuðningi fyrir banni við sölu á lunda. Til viðbótar við sölubann væri möguleiki á að skoða takmarkanir á skotveiðitímabili.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana