Veitingarýni
Umhverfis Ísland á 5 dögum
Vöknuðum við fyrsta hanagal, morgunverkin gerð pakkað saman og farið í morgunmat. Þar tók á móti okkur kona af asískum ættum með þessa indælu þjónustulund sem fólk frá þessum heimshluta er þekkt fyrir, nærðum okkur vel því óráðið hvar við myndum borða hádegisverð. Þökkuðum vel fyrir góðan mat og afburðaþjónustu og héldum til Egilsstaða.
Þar fórum við í Kaupfélagið sem heitir í dag Samkaup og loksins álpaðist maður inn í verslun sem er eins og slíkar búðir voru í gamla daga gríðalegt vöruúrval það vantaði bara að það væri traktor í andyrinu þá hefði þetta verið fullkomið, eitthvað annað en þessar sterilseruðu verslanir í keðjum þar sem ómögulegt er að fá staðbundnar vörur.
Svo var lagt af stað á fjöllin og keyrt í góða stund, beygt út af nýja veginum yfir á þann gamla þar sem næsta stopp yrði í Sænautaseli, stoppuðum við til að skoða umhverfið, heyri ég þá kunnulegt hljóð en hljóð sem ég átti ekki von á að heyra á þessum stað það magnast og magnast þar til framhjá okkur ekur tugti á öðru hundraðinu með diskoljósin á fullu sem og gjallhornið þó engan bíl væri að sjá, dróg ég þá ályktun að annað hvort væri afleysingarmaður á ferð eða kallinn að verða of seinn í hádegismat.
Héldum við okkar för áfram og komum von bráðar að staðnum löbbuðum upp að yfir á, þetta er liðlega 100 ára gömul útihús sem breytt hefur verið í kaffihús sölu á prjónavörum og minjagripaverslun, ekkert rafmagn er og stysti kaffiseðill sem ég hef heyrt það er kaffi eða heitt súkkulaði, steiktar lummur með rababarasultu og þeyttum rjóma, Thats it. Fengum við okkur súkkulaði og lummur og smakkaðist það alveg virkilega vel og svolítil dulúð að sitja inni í þessu húsi og neyta veitinga.
Hundarnir á svæðinu voru svolítið aðgangsharðir í að láta klappa sér en svo birtist lítill kettlingur og gaf ég honum færi að að fá smá athygli á kostnað hundanna. Þökkuðum við mæðgunum fyrir viðurgjörninginn og héldu út í átt að bílnum kemur þá ekki lítli kettlingurinn og eltir okkur alveg að bílnum og var ég farin að óttast að opna hurðina um hvort hann stykki inn, en um leið og Venni setti bílinn í gang hljóp kettlingurinn yfir brúnna og horfði þar á okkur fara.
Næsta stopp var Fjallakaffi á Möðrudal á Fjöllum, þar fengum við okkur þessa frægu kjötsúpu þeirra og mikil voru vonbrigðin því hún var bara bragðlaus og frekar ógirnileg, héldum við för okkar áfram fljótlega og næsta stopp var Vogafjósið við Mývatn.
Þar gengum við inn í veitingastaðinn en þar er gestamóttakan líka, er við vorum búnir að tékka inn var mér litið í glerskápinn á borðinu og rúgbrauð með reyktum silung öskraði á móti mér „borðaðu mig“ og ég þurfti ekki miklar fortölur eftir gutlið á fjöllunum og skellti mér á eina sneið og að sjálfsögðu bensín á kantinum, hvernig spyrjið þið eiginlega, Venni fékk sér heimalagaða ostaköku og vorum við ánægðir með veitingarnar, fórum og lögðum okkur, því við ætluðum að vera mættir aftur kl 1800 á veitingastaðinn.
Og við vorum mættir á slaginu, því þá byrjaði heimasætan að mjólka og er glerveggur á milli veitingasalarins og mjaltabásanna og var virkilega gaman fyrir einn af mölinni að sjá þetta, svo var toppurinn að öllum í veitingasalnum var boðið upp á speðvolga mjólk, þannig Siggi Einars má ég nú kalla mig dreifara.
Pantaði ég mér heimagrafinn silung með salati og kjötsúpu en Venni pantaði kabarettdisk með hangikjöti, reyktum silung, gröfnum silung, rúgbrauði, mozarella osti allt saman heimagert og var þetta alveg frábært á bragðið og er kom að ábætirinum pantaði ég mér 3 ískúlur frá Holtasel með súkkulaðisósu og þeyttum rjóma en Venni fékk sér skyr með bláberjum og fannst mér ísinn líða fyrir bæði sósuna og rjómann, þetta er það góður ís að hann þarf ekkert aukalegt og hjá Venna voru amerísk bláber á skyrinu sem virkað sem skrattinn úr sauðalæknum á stað sem kennir sig við mat úr héraði.
Farið í koju sæll á sál og vömb.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla