Smári Valtýr Sæbjörnsson
Um 300 manns mættu í grillveislu Issa og Hjördísar | „.. ég stóð sveittur í einn og hálfan tíma að skera 3 lambaskrokka“
Jóhann Issi Hallgrímsson er framreiðslu-, og matreiðslumeistari að mennt, en hann og konan hans Hjördís Guðmundsdóttir hafa boðið upp á grillveislu á hátíðinni Sjóaranum Síkáta í Grindavík um sjómannahelgina, en þar eru heilu lambaskrokkarnir grillaðir.
Er þetta í fjórða sinn sem að þau hjónin Issi og Hjördís halda grillveisluna, en í ár var veislan til styrktar sjómanninum Garðari Sigurðssyni og hans fjölskyldu, en Garðar hefur verið að glíma við illkynja heilaæxli frá 2011.
Rúmlega 280 manns skrifuðu í gestabókina og ekki undir 200 manns þegar mest var, stóð sveittur í einn og hálfan tíma að skera 3 lambaskrokka,
sagði Issi hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um fjöldann sem komu í veisluna og bætir við;
allir voru farnir um kl. 24:00 og húsið leit út einsog eftir barnaafmæli, ekkert brotið, engar skemmdir.
Issi og Hjördís buðu upp á sushi í boði Bláa lónsins og síld að hætti Issa með tilheyrandi. Heilgrillað lamb var í boði Nettó og Norðlenska, meðlæti og fleira í boði Sælkeradreifingar, bjór í boði bruggsmiðjunnar Kalda, léttvín í boði Mekka Wines & Spirits.
Grillið var leigt af Vélsmiðju Grindavíkur sem Sjómannafélagið greiddi fyrir og allur borðbúnaður, önnur drykkjaföng og aukakostnaður féll í skaut TG RAF og HP gámar tók ruslið þeim að kostnaðarlausu.

Ein gömul og góð mynd fær að fljóta með.
Jóhann Issi Hallgrímsson við útskriftaborðið í sveinsprófi í framreiðslu.
Issi lærði framreiðsluna á Hótel Loftleiðum fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan.
Aðsend mynd: úr myndasafni Issa.
svo vil ég þakka sérstaklega grillurunum mínum: Jankó og jóhanni og einnig fá Biggi, Villi, Kristján og lillý sérstakar þakkir. Fyrirtækin sem lögðu beint inná söfnunarreikninginn vil ég þakka og bara öllum sem lögðu leið sína til okkar og lögðu í bauk og fengu sér kaffi.
Til gamans má geta að það kom kona úr Reykjavík og lagði krók á leið sinni til hátíðarinnar, eingöngu til að setja í söfnunarbaukinn,
sagði Issi sem var að vonum ánægður með viðtökurnar og að sjálfsögðu verður grillveislan endurtekinn að ári.

Fyrir þá sem ekki komust og vilja styrkja málefnið geta lagt inn á styrktarreikning 542-14-407676, kennitala: 201176-5739.
Fyrir þá sem ekki komust og vilja styrkja málefnið geta lagt inn á styrktarreikning:
-
542-14-407676, kennitala: 201176-5739.
Frábært framtak hjá Issa og Hjördísi.
Fleiri myndir frá grillveislunni er hægt að skoða á grindavik.net hér.
Vídeó – Svona eru heilu lambaskrokkarnir grillaðir:

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð