Smári Valtýr Sæbjörnsson
Um 2000 tillögur um nýyrði í keppni Aha.is
Vefsíðan Aha.is hefur undanfarna viku staðið fyrir nýyrðasamkeppni, en starfsfólk Aha leitar að íslensku orði fyrir mat sem keyptur er á veitingahúsi til að fara með annað, en almennt er notast við enska orðið „take away“ í dag.
Þátttakan fór fram úr björtustu vonum, en 1923 tillögur bárust, þar af tæplega 1100 mismunandi orð.
Til stóð að tilkynna sigurvegara í samkeppninni í dag sunnudaginn 5. október, en þar sem margar tillögurnar þóttu mjög góðar og vel úthugsaðar er ljóst að dómnefndar bíður starf sem er mun viðameira en svo að það verði unnið á svo skömmum tíma.
Í stað þess að einráð dómnefnd velji nafn, hefur nefndin undanfarna daga valið bestu orðin úr tillögunum og ætlar að efna til vefkosningar á því hvað almenningi finnst besta orðið. Kosningin hefst á á morgun mánudaginn 6. október og verður inni á vef Aha.is og stendur yfir til fimmtudagsins 9. október, en síðdegis næsta dag, föstudaginn 10. október verður sigurvegari og nýtt orð kynnt.
Aha.is fór í loftið í apríl 2011 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Í dag er síðan með 60.000 viðskiptavini og býður upp á ný tilboð daglega, fleiri þúsund vörur í netverslun sinni og nú þann möguleika að panta mat á netinu, að því er fram kemur í tilkynningu.
Mynd: aðsend
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi