Viðtöl, örfréttir & frumraun
Úlfar Finnbjörnsson býður upp á stórglæsilegt vegan hlaðborð
Að tilefni af Veganúar mun veitingastaðurinn Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík bjóða upp á stórglæsilegt vegan hlaðborð í hádeginu og á kvöldin, dagana 20.-26. janúar 2020.
Úlfar Finnbjörnsson hefur yfirumsjón með hlaðborðinu en hann býr yfir vegan réttum sem svo sannarlega kítla bragðlaukana.
Eftir hlaðborðsvikuna mun staðurinn hefja nýtt ár með veglegum vegan matseðli sem verður í boði allt árið samhliða sígilda brasserie seðlinum.
5.900 kr.- Kvöldverðarhlaðborð
2.900 kr.- Hádegisverðarhlaðborð
Hér er brot af þeim réttum sem verða í boði á hlaðborðinu:
Karrýkokossúpa með kóríander og lime
Grænmetis- og baunabollur með tómatcuminsósu
Rauðrófu Wellington með villisveppavinaigrette
OUMPH! með portóbello, kúrbít, byggi, sesamsósu, bökuðu blómkáli og brokkolí
Volg eplakaka með kanilís
Vegan pavlova með blönduðum berjum
Athugið að einnig verður í boði minni útgáfa af brasserie matseðlinum á meðan vegan hlaðborðinu stendur.
Myndir: aðsenda

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn1 dagur síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Food & fun4 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Keppni1 dagur síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur