Viðtöl, örfréttir & frumraun
Úlfar Finnbjörnsson býður upp á stórglæsilegt vegan hlaðborð
Að tilefni af Veganúar mun veitingastaðurinn Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík bjóða upp á stórglæsilegt vegan hlaðborð í hádeginu og á kvöldin, dagana 20.-26. janúar 2020.
Úlfar Finnbjörnsson hefur yfirumsjón með hlaðborðinu en hann býr yfir vegan réttum sem svo sannarlega kítla bragðlaukana.
Eftir hlaðborðsvikuna mun staðurinn hefja nýtt ár með veglegum vegan matseðli sem verður í boði allt árið samhliða sígilda brasserie seðlinum.
5.900 kr.- Kvöldverðarhlaðborð
2.900 kr.- Hádegisverðarhlaðborð
Hér er brot af þeim réttum sem verða í boði á hlaðborðinu:
Karrýkokossúpa með kóríander og lime
Grænmetis- og baunabollur með tómatcuminsósu
Rauðrófu Wellington með villisveppavinaigrette
OUMPH! með portóbello, kúrbít, byggi, sesamsósu, bökuðu blómkáli og brokkolí
Volg eplakaka með kanilís
Vegan pavlova með blönduðum berjum
Athugið að einnig verður í boði minni útgáfa af brasserie matseðlinum á meðan vegan hlaðborðinu stendur.
Myndir: aðsenda
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu








