Viðtöl, örfréttir & frumraun
Úlfar Finnbjörnsson býður upp á stórglæsilegt vegan hlaðborð
Að tilefni af Veganúar mun veitingastaðurinn Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík bjóða upp á stórglæsilegt vegan hlaðborð í hádeginu og á kvöldin, dagana 20.-26. janúar 2020.
Úlfar Finnbjörnsson hefur yfirumsjón með hlaðborðinu en hann býr yfir vegan réttum sem svo sannarlega kítla bragðlaukana.
Eftir hlaðborðsvikuna mun staðurinn hefja nýtt ár með veglegum vegan matseðli sem verður í boði allt árið samhliða sígilda brasserie seðlinum.
5.900 kr.- Kvöldverðarhlaðborð
2.900 kr.- Hádegisverðarhlaðborð
Hér er brot af þeim réttum sem verða í boði á hlaðborðinu:
Karrýkokossúpa með kóríander og lime
Grænmetis- og baunabollur með tómatcuminsósu
Rauðrófu Wellington með villisveppavinaigrette
OUMPH! með portóbello, kúrbít, byggi, sesamsósu, bökuðu blómkáli og brokkolí
Volg eplakaka með kanilís
Vegan pavlova með blönduðum berjum
Athugið að einnig verður í boði minni útgáfa af brasserie matseðlinum á meðan vegan hlaðborðinu stendur.
Myndir: aðsenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt21 klukkustund síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu








