Freisting
Úldin ýsa á fiskmarkaði
Sagt var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins í gærdag að línuýsa sem fiskverkandi í Grindavík keypti af markaði á Skagaströnd hafi reynst úldin og óhæf til manneldis.
Fiskistofan skoðaði aflann og segir fiskverkandinn að í skýrslu hennar komi fram að aflinn hafi líklega ekkert verið kældur frá því hann var veiddur á miðvikudagsmorguninn þar til hann kom til Grindavíkur í gærmorgun.
Pétur Gíslason, framkvæmdastjóri Stjörnufisks í Grindavík, segist afar ósáttur með viðskiptin við Fiskmarkaðinn Örva á Skagaströnd. Þetta sé ekki fyrsta skiptið sem hann kaupi þaðan skemmdan fisk. Pétur segir að ýsan hafi verið seld á fimmtudag sem glæný línuýsa og hafi verið landað fyrir hádegi.
Ýsuna keypti Pétur á 105 krónur kílóið. Forráðamenn fiskmarkaðarins buðu Pétri 10 króna lækkun. Þegar hann þáði það ekki var Pétri ráðlagt að fara með fiskinn á markað í Grindavík og selja hann á mánudegi. Pétur hafði samband við Fiskistofu.Pétur ætlar með málið til lögreglu og setja lögfræðing í að innheimta féð. Þá hyggst hann hafa samband við viðeigandi ráðuneyti. Séu mennirnir ekki hæfir til að reka markaðinn eigi að taka rekstrarleyfið af þeim, segir Pétur.
Fréttastofa Útvarps mun hafa reynt árangurslaust að ná tali af forráðamönnum fiskmarkaðarins Örva.
Heimild: ruv.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati