Freisting
Úldin ýsa á fiskmarkaði
Sagt var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins í gærdag að línuýsa sem fiskverkandi í Grindavík keypti af markaði á Skagaströnd hafi reynst úldin og óhæf til manneldis.
Fiskistofan skoðaði aflann og segir fiskverkandinn að í skýrslu hennar komi fram að aflinn hafi líklega ekkert verið kældur frá því hann var veiddur á miðvikudagsmorguninn þar til hann kom til Grindavíkur í gærmorgun.
Pétur Gíslason, framkvæmdastjóri Stjörnufisks í Grindavík, segist afar ósáttur með viðskiptin við Fiskmarkaðinn Örva á Skagaströnd. Þetta sé ekki fyrsta skiptið sem hann kaupi þaðan skemmdan fisk. Pétur segir að ýsan hafi verið seld á fimmtudag sem glæný línuýsa og hafi verið landað fyrir hádegi.
Ýsuna keypti Pétur á 105 krónur kílóið. Forráðamenn fiskmarkaðarins buðu Pétri 10 króna lækkun. Þegar hann þáði það ekki var Pétri ráðlagt að fara með fiskinn á markað í Grindavík og selja hann á mánudegi. Pétur hafði samband við Fiskistofu.Pétur ætlar með málið til lögreglu og setja lögfræðing í að innheimta féð. Þá hyggst hann hafa samband við viðeigandi ráðuneyti. Séu mennirnir ekki hæfir til að reka markaðinn eigi að taka rekstrarleyfið af þeim, segir Pétur.
Fréttastofa Útvarps mun hafa reynt árangurslaust að ná tali af forráðamönnum fiskmarkaðarins Örva.
Heimild: ruv.is

-
Keppni1 dagur síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið