Markaðurinn
Tvö áhugaverð námskeið með bakarameistaranum James A. Griffin

James A. Griffin
James A. Griffin bakarameistari og kennari frá Írlandi verður hér á landi dagana 10. – 14. janúar nk. Laugardaginn 13. janúar heldur hann tvö námskeið fyrir bakara og kökugerðarmenn.
James A. Griffin mun halda tvö námskeið fyrir bakara og kökugerðarmenn laugardaginn 13. janúar nk. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Fyrra námskeiðið kallast Brauð og bakstursvörur, undirbúningur fyrir keppnir og er frá kl. 9 – 11. Seinna námskeiðið er dómaranámskeið fyrir bakara og er frá kl. 12 – 14. Smelltu á námskeiðin fyrir frekari upplýsingar og skráningu á námskeiðin á heimasíðu Idan.is hér.
James rekur Griffins Bakery í Galway á Írlandi, en bakaríið á sér langa sögu og var stofnað árið 1876 af lang- langafa James sem er sjötti ættliðurinn sem rekur bakaríið. James lauk námi í bakaraiðn árið 1985. Lauk námi í kennslufræði 2014, lauk B.Sc námi í „Baking and Pastry Arts Management“ árið 2015 og M.Sc í „New Product Development and Culinary Innovation“ árið 2016. Hann hefur auk þess tekið fjölda námskeiða tengt faginu. James hefur haldið fjölda „Masters class“ námskeiða tengt bakarafaginu á liðnum árum og verið dómari í alþjólegum keppnum bakara og kökugerðarmanna, skipulagt keppnir fyrir bakra og fl. James er kennari í bakaraiðn í hlutastöðu við Dublin Institute of Technology.
Það er mikill fengur fyrir bakara og kökugerðarmenn að fá James A. Griffin til landsins.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?