Vertu memm

Markaðurinn

Tvö áhugaverð námskeið með bakarameistaranum James A. Griffin

Birting:

þann

James A. Griffin bakarameistari

James A. Griffin

James A. Griffin bakarameistari og kennari frá Írlandi verður hér á landi dagana 10. – 14. janúar nk. Laugardaginn 13. janúar heldur hann tvö námskeið fyrir bakara og kökugerðarmenn.

James A. Griffin mun halda  tvö námskeið fyrir bakara og kökugerðarmenn laugardaginn 13. janúar nk. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Fyrra námskeiðið kallast Brauð og bakstursvörur, undirbúningur fyrir keppnir og er frá kl. 9 – 11. Seinna námskeiðið er dómaranámskeið fyrir bakara og er frá kl. 12 – 14. Smelltu á námskeiðin fyrir frekari upplýsingar og skráningu á námskeiðin á heimasíðu Idan.is hér.

James rekur Griffins Bakery í Galway á Írlandi, en bakaríið á sér langa sögu og var stofnað árið 1876 af lang- langafa James sem er sjötti ættliðurinn sem rekur bakaríið. James lauk námi í bakaraiðn árið 1985. Lauk námi í kennslufræði 2014, lauk B.Sc námi í „Baking and Pastry Arts Management“ árið 2015 og M.Sc í „New Product Development and Culinary Innovation“ árið 2016. Hann hefur auk þess tekið fjölda námskeiða tengt faginu. James hefur haldið fjölda „Masters class“ námskeiða tengt bakarafaginu á liðnum árum og verið dómari í alþjólegum keppnum bakara og kökugerðarmanna, skipulagt keppnir fyrir bakra og fl. James er kennari í bakaraiðn í hlutastöðu við Dublin Institute of Technology.

Það er mikill fengur fyrir bakara og kökugerðarmenn að fá James A. Griffin til landsins.

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið