Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Tvær þjóðir með gull í matreiðslu; Ísland og danmörk

Birting:

þann

Frá keppninni í dag

Frá keppninni í dag

Í dag [laugardaginn 13. apríl 2013] fór fram seinni keppnisdagur í Norrænu nemakeppninni sem haldin var í Hótel og restaurantskólanum í Kaupmannahöfn og náðu matreiðslunemarnir þeir Knútur Hreiðarson og Stefán Hlynur Karlsson að tryggja sér gullið ásamt danska liðinu en bæði liðin fengu 670 stig.  Í framreiðslu náðu þau Andri Már Jónsson og Guðlaug Þóra Gunnarsdóttir fjórða sætið.

Keppnisfyrirkomulagið var að matreiðslunemarnir elduðu fjögurra rétta máltíð úr leyndarkörfu og framreiðslunemarnir kepptu í borðlagningu og borðskreytingu fyrir sex gesti, frameiðslu og þjónustu við borð gestanna, eldsteikingu, blöndun áfengra og óáfengra drykkja og val á vínum sem henta matseðli.

Noregur var í þriðja sæti í matreiðslu og í framreiðslu var danmörk í 1. sæti, Noregur í 2. sæti og Svíðþjóð í það þriðja.

Freisting.is óskar íslensku keppendunum til hamingju með árangurinn.

Mynd: Hrafnhildur Steindórsdóttir
/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið