Vertu memm

Frétt

Tvær nýlegar hópsýkingar vegna hamborgarakjöts sem ekki var nægilega vel eldað – Nauðsyn að steikja hamborgara í gegn

Birting:

þann

Hamborgarar

Hamborgarar
Mynd: úr safni

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts sem ekki var nægilega vel eldað. Sérfræðingur hjá Matís telur þörf á að upplýsa íslenska neytendur um nauðsyn þess að steikja hamborgara í gegn.

Að sögn Hrólfs Sigurðssonar, formanns íslensku matvælarannsóknarnefndarinnar og starfsmanns Matís, sýna svona dæmi hversu mikilvæg almenn vitneskja um hættuna af sýkingum sem þessum sé hér á landi, að því er fram kemur á vef Bændablaðsins bbl.is.

Hann segir að 24 einstaklingar hafi sýkst í öðru tilfellinu í Noregi og fengu níu þeirra nýrnasjúkdóminn „Hemolytic Uremic Syndrome“, sem sé alvarlegur og getur leitt fólk til dauða. Í hinu tilvikinu sýktust níu manns en enginn þeirra fékk þennan skæða nýrnasjúkdóm.

Börn borði ekki óbakað deig

Hrólfur Sigurðsson

Hrólfur Sigurðsson
Mynd: matis.is

„Um er að ræða bakteríu sem stundum hefur verið kölluð „hamborgarabakterían“ (E. coli STEC) og getur verið í mörgum vörum sem við neytum. Hún finnst þó aðallega í hökkuðu nautakjöti, ógerilsneyddum mjólkurvörum og grænmeti.

Hún finnst líka stundum í hveiti og því ekki ráðlagt að börn borði óbakað deig,“

segir Hrólfur.  Nánari umfjöllun er hægt að lesa á bbl.is hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið