Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Tuktuk-bílstjóri stal kampavíni og bordeaux-vínum fyrir 3,9 milljónir króna í miðborg London – Vídeó

Birting:

þann

Tuktuk-bílstjóri stal kampavíni og bordeaux-vínum fyrir 3,9 milljónir króna í miðborg London - Vídeó

Öryggismyndavélar náðu Iuliu Kubola að störfum í vínkjallara veitingastaðarins þar sem hann valdi vandlega úr hillum dýrmæt vín.

Breskur karlmaður hefur játað á sig óvenjulegan vínþjófnað þar sem hann stal flöskum að andvirði 24.000 punda, um það bil 3,9 milljónum íslenskra króna.

Atvikið átti sér stað í júní síðastliðnum þegar Iuliu Kubola, 61 árs gamall, braust inn í veitingastað London. Hann hvarf á brott með verðmætar vínflöskur, þar á meðal frá framleiðendum á borð við Dom Pérignon, Sassicaia og Chateau Lynch-Bages.

Að sögn lögreglu þótti verknaðurinn bæði djarfur og óvenjulegur, en öryggismyndavélar náðu upptökum af flóttanum þar sem Kubola sést hverfa af vettvangi á litlu, mótorhjóladrifnu þríhjóli, svokölluðu tuk-tuk, en slík ökutæki eru einkum þekkt í Asíu.

Hann var handtekinn þremur dögum síðar, þegar lögreglumaður í London kannaðist við hann fyrir tilviljun úr upptökunum.  Kubola hefur nú játað innbrotið og bíður dóms. Reiknað er með að hann verði dæmdur í september.

Lögregla greinir frá því að Kubola hafi áður komist í kast við lögin vegna innbrota og þjófnaðar. Í þetta sinn hafði hann greinilega lagt meiri metnað í bæði undirbúning og framkvæmd.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið