Frétt
Tugir veitingastaða taka þátt fjáröflunarverkefninu Út að borða fyrir börnin
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa á undanförnum árum staðið að fjáröflunarverkefninu Út að borða fyrir börnin í samstarfi við veitingastaði.
Verkefnið felst í því að veitingastaðir láta hlutfall af verði valdra rétta á matseðli renna til samtakanna en viðskiptavinurinn greiðir fullt verð. Öllum ágóða er varið til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi.
En samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur hefur verið hér á landi, eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi.
Verkefnið er nú að fara af stað í áttunda sinn og hefur vakið verðskuldaða athygli. Það fer fram dagana 15. febrúrar til 15. mars. Í fyrra tóku 42 veitingastaðir þátt.
Þeir veitingastaðir sem vilja taka þátt í verkefninu í ár er bent á að hafa samband við barnaheill.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi