Frétt
Tugi tonna af úkraínsku kjúklingakjöti flutt hingað til lands og pakkað í umbúðir hjá íslenskri kjötvinnslu
Hátt í 80 tonn af frosnu kjúklingakjöti voru flutt hingað til lands frá Úkraínu á síðasta ári og finnast nú í verslunum, meðal annars pakkað í umbúðir frá íslenskri kjötvinnslu, að því er fram kemur í Bændablaðinu.
Áhyggjur sem bændur viðruðu vegna fyrirvaralausrar einhliða tollaniðurfellingu á úkraínskum vörum virðast því ekki hafa verið úr lausu lofti gripnar.
Í júní sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Meginmarkmið frumvarpsins var að Ísland sýndi stuðning sinn við Úkraínu í verki með því að greiða fyrir viðskiptum til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök.
Í greinargerð með frumvarpinu segir að lögin gætu leitt til þess að fluttar yrðu til Íslands landbúnaðarvörur frá Úkraínu í meira mæli, sem gæti haft neikvæð áhrif á verð og framboð íslenskra landbúnaðarvara. Segir enn fremur:
„Ekki er talið líklegt að flutt verði inn kjúklingakjöt eða egg þar sem flutningsvegalengd er mikil.“
Fjalla er nánar um málið á vef bbl.is hér.
Mynd: úr safni

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni3 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn