Frétt
Tugi tonna af úkraínsku kjúklingakjöti flutt hingað til lands og pakkað í umbúðir hjá íslenskri kjötvinnslu
Hátt í 80 tonn af frosnu kjúklingakjöti voru flutt hingað til lands frá Úkraínu á síðasta ári og finnast nú í verslunum, meðal annars pakkað í umbúðir frá íslenskri kjötvinnslu, að því er fram kemur í Bændablaðinu.
Áhyggjur sem bændur viðruðu vegna fyrirvaralausrar einhliða tollaniðurfellingu á úkraínskum vörum virðast því ekki hafa verið úr lausu lofti gripnar.
Í júní sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Meginmarkmið frumvarpsins var að Ísland sýndi stuðning sinn við Úkraínu í verki með því að greiða fyrir viðskiptum til að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök.
Í greinargerð með frumvarpinu segir að lögin gætu leitt til þess að fluttar yrðu til Íslands landbúnaðarvörur frá Úkraínu í meira mæli, sem gæti haft neikvæð áhrif á verð og framboð íslenskra landbúnaðarvara. Segir enn fremur:
„Ekki er talið líklegt að flutt verði inn kjúklingakjöt eða egg þar sem flutningsvegalengd er mikil.“
Fjalla er nánar um málið á vef bbl.is hér.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum