Veitingarýni
Tryggvaskáli aftur orðinn veitingastaður
Um kvöldið lá leið okkar í Tryggvaskála, sem er elsta og frægasta húsið á Selfossi byggt 1890. Húsið hefur verið tekið í gegn og man ég ekki eftir að hafa séð húsið að utan eins fallegt og það er í dag. Það eru þeir Tómas Þóroddsson og Fannar Ólafsson matreiðslumenn sem eru við stjórnvölinn og sem veitingastjóri hjá þeim er Sigurður Lárusson framreiðslumaður.
Er inn var komið inn var eins og maður færi 100 ár aftur í tímann og fékk maður strax góða tilfinningu fyrir staðnum, þeir segjast leggja áherslu á hráefni úr héraði, eldað eftir bæði innlendum og erlendum matarhefðum.
Svo kom Sódavatnið á borðið og þar með hófst þessi ferð:
Smakkaðist hún alveg prýðilega
Mjög bragðgott, en hefði mátt vera aðeins meira af öndinni
Flott steiking á fiskinum, froðan góð en jarðskokkarnir of harðir undir tönn
Þessi var alveg svakalega góður, bragð tónaði vel saman, ekkert sem yfirtók bragðið, vel heppnaður.
Loksins fengum við flott steikt lambaprime, lúnamjúkt kjötið, meðlæti vel við hæfi utan þess að rauðrófurnar voru helst til harðar
Flott skyrbragð, súpan frábær á bragðið, eina sem hægt er að setja út á er að rabbabarinn hefði þolað meiri eldun.
Þjónustan var til fyrirmyndar og er alveg óhætt að mæla með því að gera sér ferð þangað, fórum ánægðir út og stefnt á Menam guesthouse þar sem gist skyldi. Góða Nótt.
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun23 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF