Markaðurinn
Traustar og vandaðar framreiðsluvörur
Ásbjörn Ólafsson ehf.
Þýska fjölskyldufyrirtækið APS var stofnað árið 1933 og sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða vörum fyrir veitingarekstur. Vörumerkið þróar fallegar og hagnýtar vörur í samráði við hönnuði og fagfólk í veitingageiranum ásamt því að leggja áherslu á stöðugar umbætur, félagslega ábyrgð og sjálfbærar vinnuaðferðir.
Vörurnar eru að stórum hluta framleiddar í Þýskalandi og aðlagaðar að þörfum viðskiptavina. APS framleiða meðal annars vörur fyrir hlaðborð af ýmsu tagi og matarútstillingar, borðbúnað, matreiðslu- og framreiðsluvörur auk hlífa og fylgihluta af ýmsu tagi sem bæta notkunargildi búnaðarins og geymslu matvæla. APS vörurnar henta því sérstaklega vel fyrir mötuneyti, hótelveitingastaði og kaffihús svo dæmi séu tekin.
APS leggur áherslu á að vörurnar séu hagnýtar, endingargóðar og stílhreinar ásamt því að þær uppfylli þarfir fagfólks í matvæla- og þjónustugeiranum. APS vörurnar fást hjá Ásbirni, á asbjorn.is.
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar










