Freisting
Tóti er heitur í ár
Við vorum nokkrir sem hittust í gær á Orange til að smakka á og koma með ábendingar og auðvitað var crew 1 frá Freisting.is með, en Tóti er einn af 5 keppendum í úrslitum um Matreiðslumann ársins 2009, sem fer fram í Laugardagshöllinni í dag föstudaginn 8. maí og byrja þeir að skila kl. 16:00.
Mér finnst að vel hafi tekist til með val á próteinum í keppnina og felst dálítil ögrun í valinu, en það hráefni er Hlýri í forrétt og Hrossalund og nautaflatsteik í aðalrétt og skal vera minnst 80% af prótein innihaldi hvors réttar, ábætirinn byggist upp í kringum ávexti.
Það er alltaf gaman að smakka mat eftir Tóta og ekki brást honum bogalistin í þetta sinn frekar en endranær.
Matti myndaði og fylgja þær með hér að neðan.
Ath. útlit á myndunum þarf ekki að endurspegla lokaútlit réttanna.

Þórarinn Eggertsson
Orange Fun & Dining



-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn3 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi





