Freisting
Tónleikar á DILL restaurant í Norræna húsinu
Í tilefni af Jazzhátíð í Reykjavík ætlum við á DILL restaurant, í samstarfi við hinn alræmda jazzmann Eyjólf Þorleifsson, að standa fyrir hádegistónleikum þá þrjá sunnudaga sem Jazzhátíð stendur yfir.
Tónleikarnir verða haldnir á DILL restaurant í Norræna húsinu og má því búast við góðri stemningu og mikilli nánd og samspili áheyrenda og tónlistarmanna. Það verður hið yfirmáta hressa tríó TEA for three, sem stendur fyrir fyrsta konserti næsta sunnudag, með samblandi af latínslögurum Tómasar R. Einarssonar og Eyjólfs Þorleifssonar í eldheitum og langt yfir meðallagi hressum útsetningum.
DILL restaurant er stolt af þvi að taka þátt í Jazzhátíð á þennan máta, enda má með góðu móti líkja matreiðslunni þar við jazz. Uppruninn er klassískt stef, þekkt uppskrift, sem er prjónað í kringum með spuna og sköpunarkrafti, svo úr verður eitthvað alveg nýtt og heillandi með undirtóni sem fólk kannast við.
Húsið opnar kl. 12:00 og er tilvalið fyrir fólk að koma og fá sér Jazzaðan hádegisverð í DILL stílnum og hlusta á góða lifandi tónlist. Aðgangur er ókeypis og eru gestir hvattir til að koma tímanlega því það er takmarkað sætaframboð.
Fréttatilkynning
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or6 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or9 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or14 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt4 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun