Freisting
Tónleikar á DILL restaurant í Norræna húsinu
Í tilefni af Jazzhátíð í Reykjavík ætlum við á DILL restaurant, í samstarfi við hinn alræmda jazzmann Eyjólf Þorleifsson, að standa fyrir hádegistónleikum þá þrjá sunnudaga sem Jazzhátíð stendur yfir.
Tónleikarnir verða haldnir á DILL restaurant í Norræna húsinu og má því búast við góðri stemningu og mikilli nánd og samspili áheyrenda og tónlistarmanna. Það verður hið yfirmáta hressa tríó TEA for three, sem stendur fyrir fyrsta konserti næsta sunnudag, með samblandi af latínslögurum Tómasar R. Einarssonar og Eyjólfs Þorleifssonar í eldheitum og langt yfir meðallagi hressum útsetningum.
DILL restaurant er stolt af þvi að taka þátt í Jazzhátíð á þennan máta, enda má með góðu móti líkja matreiðslunni þar við jazz. Uppruninn er klassískt stef, þekkt uppskrift, sem er prjónað í kringum með spuna og sköpunarkrafti, svo úr verður eitthvað alveg nýtt og heillandi með undirtóni sem fólk kannast við.
Húsið opnar kl. 12:00 og er tilvalið fyrir fólk að koma og fá sér Jazzaðan hádegisverð í DILL stílnum og hlusta á góða lifandi tónlist. Aðgangur er ókeypis og eru gestir hvattir til að koma tímanlega því það er takmarkað sætaframboð.

Fréttatilkynning
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins





