Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Töfrandi kvöldstund í Veisluturninum
Mikið var um dýrðir þegar þegar formleg opnun á Veisluturninum fór fram fimmtudaginn 22 maí. s.l., en þar voru mættir á bilinu 600 til 700 sælkerar. Boðsgestirnar voru leiddir í gegnum salina á 19. hæð og upp í gegnum stigaganginn upp á 20. hæðina.
Á þessu ferðalagi smökkuðu gestirnir á því sem boðið er upp á í hádegsverðahlaðborðinu sem er ferskt og spicy, síðan brögðuðu þeir á klassíska brunchinum.
Hafliði Ragnarsson súkkulaðameistari var svo á staðnum og bauð gestum upp á endalaust súkkulaðismakk. Uppi á 20. hæðinni var boðið upp á steikarhlaðborð þar sem Stefán Ingi Sveinsson sló í gegn með heilsteiktu Rib Eyi, kálfahrygg og lambi og Pálmi Jónsson toppaði svo allt saman með ávaxta og desert hluta veislunnar.
Til gamans má geta þess að eftir að Séra Pálmi hafði blessað bygginguna og alla þá sem þar voru og Gunnar Birgisson, bæjarstóri í Kópavogi hafði farið yfir hversu gott er að búa í Kópavogi, þá fengu gestir beint samband við íslensku keppendurnar í Belgrad þar sem þau óskuðu Veisluturninum til hamingju með daginn. Klukkutíma síðar var íslenska Eurovísjón lagið sýnt á öllum tjöldum og skjáum hússins.
Alls voru 50 starfsmenn í eldhúsi og sal á opnuninni.
Við hittum Óskar Finnson að máli og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar:
Hvað eru margir matreiðslumenn og framreiðslumenn í Veisluturninum?
Það eru 6 matreiðslumenn og 6 þjónar/framreiðslumenn. Yfirmatreiðslumaður er Sigurður F. Gíslason og Gunnar Rafn Heiðarsson er yfirþjónn.
Veistu hvaða tæki í eldhúsinu Sigurður gæti aldrei verið án?
Hann gæti aldrei verið án Ipods í eldhúsinu
Hvað getur Veisluturninn tekið mikinn fjölda gesta í veislu í einu?
Á 20 hæðinni getum við tekið allt að 300 manns í sitjandi galadinner, 450 manns í ráðstefnuuppstillingu og 600 til 700 manns í standandi kokteil. Á 19 hæðinni tekur hádegisverðastaðurinn 90 manns í sæti.
Hvernig hefur gengið fram að þessu?
Það hefur gengið einsog í lygasögu fyrir utan bruna og leka. Hádegisverðahlaðboðið er nánast fullsetið öll hádegi 100, til 150 manns og brunchinn um helgar hefur verið vel sóttur. Júní og Júlí líta ágætlega út en við getum en bætt við okkur þó nokkuð af veislum.
Við þökkum Óskari fyrir spjallið.
Okkur lék forvitni á hvernig hluthafahópurinn er, en hann skiptist í tvennt:
Annars vegar, Sigurður F. Gíslason, Borgþór Ágústsson og Óskar Finnsson sem eru framkvæmdaraðilar.
Og svo fjárfestingahópurinn sem samanstendur af miklum matar og vínáhugamönnum. Stærsti hluthafinn þar er Þorsteinn Hjaltested, Vatnsendabóndi og matreiðslumaður.
Aðrir hluthafar eru:
Pálmi Sigmarsson, kaupsýslumaður
Aðalsteinn Karlsson, fv heildsali
Ingvar Karlsson, heildsali
Eggert Gíslason, MATA
Jón Þorsteinn Jónsson, BYR
Jón Sandholt, fasteignasali
Lárus Blöndal, lögmaður
Magnús Haraldsson, verktaki
Heimasíða Veisluturninsins er: www.veisluturninn.is
Mynd: Tómas Marshall
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var