Markaðurinn
Toblerone jólaís með kókósbollum og súkkulaðisósu
Jólaís uppskrift
- 4 egg (aðskilin)
- 50 g púðursykur
- 30 g sykur
- 2 tsk. vanillusykur
- 350 ml þeyttur jólarjómi frá Gott í matinn
- 6 litlar kókosbollur (skornar í tvennt)
- 100 g saxað Toblerone
- Þeytið eggjarauður og sykur þar til létt og ljóst og bætið vanillusykri saman við í lokin.
- Vefjið þeyttum rjóma saman við með sleif og bætið Toblerone saman við.
- Að lokum má stífþeyta eggjahvíturnar og vefja þeim varlega saman við rjómablönduna og setja kókosbollurnar saman við alveg í lokin.
- Hellið í ílangt kökuform sem búið er að plasta að innan með plastfilmu og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
- Takið ísinn úr forminu þegar það á að bera hann fram og skreytið með kókosbollum, jarðarberjum, söxuðu Toblerone og Tobleronesósu.
Súkkulaðisósa uppskrift
- 200 g Toblerone
- 100 ml jólarjómi frá Gott í matinn
- Bræðið Toblerone og rjóma saman í potti þar til súkkulaðið er bráðið.
Leyfið sósunni aðeins að þykkna og hitanum að rjúka úr og berið fram með ísnum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu