Markaðurinn
Toblerone jólaís með kókósbollum og súkkulaðisósu
Jólaís uppskrift
- 4 egg (aðskilin)
- 50 g púðursykur
- 30 g sykur
- 2 tsk. vanillusykur
- 350 ml þeyttur jólarjómi frá Gott í matinn
- 6 litlar kókosbollur (skornar í tvennt)
- 100 g saxað Toblerone
- Þeytið eggjarauður og sykur þar til létt og ljóst og bætið vanillusykri saman við í lokin.
- Vefjið þeyttum rjóma saman við með sleif og bætið Toblerone saman við.
- Að lokum má stífþeyta eggjahvíturnar og vefja þeim varlega saman við rjómablönduna og setja kókosbollurnar saman við alveg í lokin.
- Hellið í ílangt kökuform sem búið er að plasta að innan með plastfilmu og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
- Takið ísinn úr forminu þegar það á að bera hann fram og skreytið með kókosbollum, jarðarberjum, söxuðu Toblerone og Tobleronesósu.
Súkkulaðisósa uppskrift
- 200 g Toblerone
- 100 ml jólarjómi frá Gott í matinn
- Bræðið Toblerone og rjóma saman í potti þar til súkkulaðið er bráðið.
Leyfið sósunni aðeins að þykkna og hitanum að rjúka úr og berið fram með ísnum.

-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn