Markaðurinn
Toblerone jólaís með kókósbollum og súkkulaðisósu
Jólaís uppskrift
- 4 egg (aðskilin)
- 50 g púðursykur
- 30 g sykur
- 2 tsk. vanillusykur
- 350 ml þeyttur jólarjómi frá Gott í matinn
- 6 litlar kókosbollur (skornar í tvennt)
- 100 g saxað Toblerone
- Þeytið eggjarauður og sykur þar til létt og ljóst og bætið vanillusykri saman við í lokin.
- Vefjið þeyttum rjóma saman við með sleif og bætið Toblerone saman við.
- Að lokum má stífþeyta eggjahvíturnar og vefja þeim varlega saman við rjómablönduna og setja kókosbollurnar saman við alveg í lokin.
- Hellið í ílangt kökuform sem búið er að plasta að innan með plastfilmu og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
- Takið ísinn úr forminu þegar það á að bera hann fram og skreytið með kókosbollum, jarðarberjum, söxuðu Toblerone og Tobleronesósu.
Súkkulaðisósa uppskrift
- 200 g Toblerone
- 100 ml jólarjómi frá Gott í matinn
- Bræðið Toblerone og rjóma saman í potti þar til súkkulaðið er bráðið.
Leyfið sósunni aðeins að þykkna og hitanum að rjúka úr og berið fram með ísnum.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur