Vertu memm

Markaðurinn

Toblerone jólaís með kókósbollum og súkkulaðisósu

Birting:

þann

Toblerone jólaís með kókósbollum og súkkulaðisósu

Jólaís uppskrift

  • 4 egg (aðskilin)
  • 50 g púðursykur
  • 30 g sykur
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 350 ml þeyttur jólarjómi frá Gott í matinn
  • 6 litlar kókosbollur (skornar í tvennt)
  • 100 g saxað Toblerone
  1. Þeytið eggjarauður og sykur þar til létt og ljóst og bætið vanillusykri saman við í lokin.
  2. Vefjið þeyttum rjóma saman við með sleif og bætið Toblerone saman við.
  3. Að lokum má stífþeyta eggjahvíturnar og vefja þeim varlega saman við rjómablönduna og setja kókosbollurnar saman við alveg í lokin.
  4. Hellið í ílangt kökuform sem búið er að plasta að innan með plastfilmu og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
  5. Takið ísinn úr forminu þegar það á að bera hann fram og skreytið með kókosbollum, jarðarberjum, söxuðu Toblerone og Tobleronesósu.

Súkkulaðisósa uppskrift

  • 200 g Toblerone
  • 100 ml jólarjómi frá Gott í matinn
  1. Bræðið Toblerone og rjóma saman í potti þar til súkkulaðið er bráðið.

Leyfið sósunni aðeins að þykkna og hitanum að rjúka úr og berið fram með ísnum.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið