Frétt
Þýskur bakari til starfa í Bernhöftsbakarí – Þýsku saltkringluna hans eru vinsælar hjá Íslendingum
Lars Dietzel, bakari frá Bæjaralandi, hefur nú á einni viku bakað fleiri hundruð þýskar saltkringlur, eða Pretzel, í Bernhöftsbakaríi. Dietzel er uppalinn í Bæjaralandi, sem er syðsta sambandsland Þýskalands, en saltkringlan eins og við þekkjum hana í dag á rætur sínar að rekja þangað.
„Bakaranám í Þýskalandi er ekki ósvipað og á Íslandi að því leyti að unnið er samhliða náminu. Á heimaslóðum mínum er auðvitað mikið gert af saltkringlum. Ég lærði í skólanum hvernig á að gera deigið og síðan bakar maður á fullu í vinnunni og fullkomnar þetta“
, segir Dietzel í samtali við Morgunblaðið og bætir við að Íslendingar taki vel í saltkringlurnar.
„Ég kom hingað fyrir tveimur vikum og við byrjuðum fyrir viku að gera þýsku saltkringluna. Íslendingum virðist líka vel og er fólk að koma og spyrja sérstaklega um þær.“
Bakað í Bandaríkjunum
Dietzel hefur farið heimshorna á milli og bakað, meðal annars í Bandaríkjunum og Nýja Sjálandi, en hann segir að náttúran og landslagið hafi átt stóran þátt í ákvörðun sinni að koma hingað.
„Ég var að vinna í Nýja Sjálandi. Ég nýt þess að ferðast og hugsaði: Af hverju ekki Ísland? Ég elska náttúruna hérna.“
Dietzel kom fyrst hingað til lands fyrir tveimur árum og kynntist þá Sigurði Má Guðjónssyni, eiganda Bernhöftsbakarís. Hafði Dietzel því samband við bakaríið þegar hann langaði að koma hingað að nýju.
„Ég heyrði í Sigurði tveimur árum seinna og spurði bara hvort hann vantaði bakara og hann sagði já, þannig að ég kom“
, segir Dietzel.
Íslendingar sækja í sykurinn
Spurður hvort mikill munur sé á þýsku, íslensku og bandarísku sætabrauði segir Dietzel Íslendingana sækja meira í sykrað sætabrauð og hvítara brauð en Þjóðverjar.
„Íslendingar vilja svipað sætabrauð og það sem er í boði í Danmörku og Þýskalandi, nema að það er aðeins sætara hér. Mér líkar sætabrauðið hérna en sem Þjóðverji finn ég alveg fyrir því að þetta er sætara en heima. Þetta er þó ekkert miðað við Bandaríkin, þar er bætt við mjög miklum sykri“
, segir Dietzel og hlær við.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 22. maí s.l.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta