Sverrir Halldórsson
Þvílík ástríða í matargerð
Lögð er áhersla á að laga sem mest á staðnum svo sem allt pasta, gelato og brauð, en það er í höndum ítalska kokki staðarins honum Martins Sappia.
Mjög gott brauð og aiolið með alveg firnagott bragð af klettakálinu tónað með hvítlauk, tapenade einnig ljúft en aiolið átti leikinn.
Ekkert hráabragð af hrefnunni og kröftugt bragð af fennikunni og ostinum með mildum sítrónukeim sprengdi algerlega upp bragðlaukana fyrir það sem koma skyldi
Algert sælgæti og lítið meira að segja
Þessi steinlá, vel eldaður skelfiskur, pasta al dente, ferskur blær með tómötunum og sósan batt þetta allt saman á undurgóðan hátt
Bragðgott og kröftugt bragð, halinn mjúkur en það sem gerði nánast fullkominn rétt að slysi kvöldsins voru grjónin, þó að þetta séu bestu risotto grjón á Ítalíu þá finnst mér vond hálfhrá hrísgrjón sem stöðugt þarf að bíta í
Kom heldur betur á óvart, bara þrælgott og toppað alveg með sultunni
Djúpsteikt ravioli hef ég ekki smakkað áður, en gott var það, sósan fersk með smá undirtón af eldpipar
Viðar grilluð, alveg ómóstæðilegt bragð og flott elduð, meðlæti stóð fyrir sínu sem og sósan en það sem var winnerinn var chimi churri olíusósan sem ég smurði ofan á steikina og ég var í Disney, þvílík dásemd
Hef ekki ímyndað mér að þessi kaka gæti verið svona góð sem hún var, algjört konfekt
Stóð fyllilega undir nafni, fersk og frískandi og gott samspil á brögðum og ekkert sem skemmdi ekki fyrir þeirra á milli
Var spenntur að smakka þennan rétt en mér þykir ekki leiðinlegt að borða lakkrís, en að vera með lakkrískonfekt með ofursætum marzipan sem dómineraði allt of mikið og lakkrísbragðið náði ekki almennilega í gegn. Bara lakkrísrör sleppa marzipaninu þá væri þetta grand réttur
Það get ég sagt ykkur að fyrirsögnin á þessum pistli var það fyrsta sem kom upp í huga mínum eftir þessa matarorgíu sem við höfðum upplifað þessa kvöldstund. Þjónustan var góð og var ánægjulegt að fylgjast með bæði þjónustufólki og eldhúsi en það er opið, hvað það virtist vera samstillt og yfirvegað þó svo að salurinn væri fullur.
Við hér á Freistingu.is óskum þeim til hamingju með staðinn og alls farnaðar í framtíðinni.
Myndir tók enginn annar en Matti himself.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum