Vertu memm

Freisting

Þúsund manns í Hilton-veislu

Birting:

þann


Hilton merkið sett upp á Hilton Reykjavik Nordica

Meira en eitt þúsund manns hefur verið boðið í glæsilega opnunarveislu Hilton Reykjavík Nordica-hótelsins í dag. Saga Film ætlar að skapa ævintýralegan blæ í veislunni þar sem eldfjöll, jöklar og hverir verða áberandi.

Kokkar frá veitingastaðnum Vox munu jafnframt sjá um að elda dýrindismat ofan í gestina, en greint er frá þessu í Fréttablaðinu í gær. „Þetta verður skemmtilegt partí þar sem við ætlum að leyfa gestunum að upplifa þetta alþjóðlega umhverfi sem við vinnum í,“ segir Ingólfur Haraldsson hótelstjóri. „Þetta verður þannig séð ekkert of formlegt heldur meira bara gaman. Við erum að sýna okkur og leyfa fólkinu að sýna sig.“

Yoko Ono var einn af fyrstu gestunum á nýja Hilton-hótelinu er hún var stödd hérlendis á dögunum. Það var einmitt á Amsterdam Hilton sem hún og John Lennon héldu fyrstu rúmmótmælin gegn stríðinu í Víetnam. „Hún er einn af okkar fastagestum,“ segir Ingólfur sem leyfði Ono vitaskuld að gista í einni af svítunum.

Fyrsta Hilton-hótelið opnaði í Texas árið 1919. Stofnandi hótelkeðjunnar, Conrad Hilton, var langafi Parísar Hilton og afi hennar, Barron Hilton er enn í stjórn Hilton-keðjunnar. Alls eru Hilton-hótelin um heim allan orðin tæplega fimm hundruð talsins og hefur Ísland nú bæst í hópinn. „Við höfum verið að vinna í því undanfarna mánuði eða ár að koma þeim til Íslands. Þetta er viðurkenning á því sem við erum að gera og sýnir að við erum á þessum alþjóðlega staðli,“ segir Ingólfur.

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið