Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þú vilt ekki missa af þessu | DILL, Sæmundi í sparifötunum, Hverfisgötu 12 og Henne Kirkeby Kro sameinast í eitt kvöld
Föstudaginn 3. júní munu veitingastaðirnir Sæmundur í sparifötunum á KEX, Hverfisgata 12 og DILL Restaurant slá saman í eitt heljarinnar GRILL SAMSÆTI í Vitagarði, bakgarði KEX Hostel. Með veitingarstöðunum þrem í liði verður enginn annar en Mads Batterfeld sem er góðvinur DILL, gangandi viskubrunnur um eldun á eldi og ríkjandi Danmerkurmeistari í svínakjötseldun.
Mads starfar sem sous chef á fyrrum vinnustað Ragnars Eiríkssonar yfirmatreiðslumeistara á DILL, Henne Kirkeby Kro. Yfirkokkur á Henne Kirkeby Kro er stjörnukokkurinn Paul Cunningham og hlaut staðurinn á dögunum eina verðskuldaða Michelin-stjörnu.
Eldamennskan mun fara fram að fornum (heiðnum) sið, þ.e. yfir opnum eldi. Kokkarnir frá veitingastöðunum fjórum munu elda lamb, grís, naut, skötusel og lúðu í heilu lagi. Fá sæti eru í boði og verður fyrirkomulagið „All You Can Eat“.
Á boðstólum verða einnig lífræn og náttúruleg vín og handverksbjór í topp klassa.
https://www.instagram.com/p/BDnTVkLIUFM/
https://www.instagram.com/p/BFypt9arJ79/

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði