Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þú vilt ekki missa af þessu | DILL, Sæmundi í sparifötunum, Hverfisgötu 12 og Henne Kirkeby Kro sameinast í eitt kvöld
Föstudaginn 3. júní munu veitingastaðirnir Sæmundur í sparifötunum á KEX, Hverfisgata 12 og DILL Restaurant slá saman í eitt heljarinnar GRILL SAMSÆTI í Vitagarði, bakgarði KEX Hostel. Með veitingarstöðunum þrem í liði verður enginn annar en Mads Batterfeld sem er góðvinur DILL, gangandi viskubrunnur um eldun á eldi og ríkjandi Danmerkurmeistari í svínakjötseldun.
Mads starfar sem sous chef á fyrrum vinnustað Ragnars Eiríkssonar yfirmatreiðslumeistara á DILL, Henne Kirkeby Kro. Yfirkokkur á Henne Kirkeby Kro er stjörnukokkurinn Paul Cunningham og hlaut staðurinn á dögunum eina verðskuldaða Michelin-stjörnu.
Eldamennskan mun fara fram að fornum (heiðnum) sið, þ.e. yfir opnum eldi. Kokkarnir frá veitingastöðunum fjórum munu elda lamb, grís, naut, skötusel og lúðu í heilu lagi. Fá sæti eru í boði og verður fyrirkomulagið „All You Can Eat“.
Á boðstólum verða einnig lífræn og náttúruleg vín og handverksbjór í topp klassa.
https://www.instagram.com/p/BDnTVkLIUFM/
https://www.instagram.com/p/BFypt9arJ79/

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu