Bocuse d´Or
Þú vilt ekki missa af heitustu afmælisveislu ársins
Í tilefni 20 ára þátttöku Íslands í Bocuse d´Or ætlar Íslenska Akademían að blása til afmælisveislu.
Bjarni Siguróli Jakobsson mun keppa í Bocuse d´Or í Lyon í Frakklandi í janúar 2019 og eru þá orðin 20 ár síðan að Ísland tók þátt í fyrsta sinn. Það var árið 1999 sem að Sturla Birgisson var frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði þar fimmta sætinu sem er glæsilegur árangur í fyrstu keppni sem Íslendingar eru með og ruddi þar með veginn fyrir næstu keppendur með reynslu og þekkingu á Bocuse d’Or.
Glæsilegur afmælismatseðill
Afmælið verður haldið í Súlnasalnum 29. september næstkomandi og er glæsilegur matseðill í boði sem að Bocuse d´Or kantídatar Íslands munu elda fyrir gesti. Glæsilegur kvöldverður fyrir matarunnendur.
Fordrykkur klukkan 19:00 og borðhald hefst 20:00.
Bocuse d´Or matseðillinn:
Canapé
Sturla Birgisson 1999
Sigurður Helgason 2015
Hákon Már Örvarsson 2001
Þykkvalúra
Sigurður Laufdal 2013
Jarðskokkar
Viktor Örn Andrésson 2017
Skötuselur
Þráinn Freyr Vigfússon 2011
Kálfur
Bjarni Siguróli Jakobsson 2018
Súkkulaði
Friðgeir Ingi Eiríksson 2007
Ásamt sérvöldum vínum
25.900 kr. á mann.
Bókanir á: [email protected]
Upplýsingar í síma 8526757
Samsett mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






