Bocuse d´Or
Þú vilt ekki missa af heitustu afmælisveislu ársins
Í tilefni 20 ára þátttöku Íslands í Bocuse d´Or ætlar Íslenska Akademían að blása til afmælisveislu.
Bjarni Siguróli Jakobsson mun keppa í Bocuse d´Or í Lyon í Frakklandi í janúar 2019 og eru þá orðin 20 ár síðan að Ísland tók þátt í fyrsta sinn. Það var árið 1999 sem að Sturla Birgisson var frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði þar fimmta sætinu sem er glæsilegur árangur í fyrstu keppni sem Íslendingar eru með og ruddi þar með veginn fyrir næstu keppendur með reynslu og þekkingu á Bocuse d’Or.
Glæsilegur afmælismatseðill
Afmælið verður haldið í Súlnasalnum 29. september næstkomandi og er glæsilegur matseðill í boði sem að Bocuse d´Or kantídatar Íslands munu elda fyrir gesti. Glæsilegur kvöldverður fyrir matarunnendur.
Fordrykkur klukkan 19:00 og borðhald hefst 20:00.
Bocuse d´Or matseðillinn:
Canapé
Sturla Birgisson 1999
Sigurður Helgason 2015
Hákon Már Örvarsson 2001
Þykkvalúra
Sigurður Laufdal 2013
Jarðskokkar
Viktor Örn Andrésson 2017
Skötuselur
Þráinn Freyr Vigfússon 2011
Kálfur
Bjarni Siguróli Jakobsson 2018
Súkkulaði
Friðgeir Ingi Eiríksson 2007
Ásamt sérvöldum vínum
25.900 kr. á mann.
Bókanir á: [email protected]
Upplýsingar í síma 8526757
Samsett mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið