Starfsmannavelta
Þrotabú Nostra dæmt til að borga 14 milljónir
Landsréttur sneri í fyrradag við dómum í tveimur skaðabótamálum veitingastjóra og framkvæmdastjóra veitingastaðarins Nostra gegn þrotabúi staðarins. Þrotabúið var sýknað af kröfu starfsmannanna í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur dæmdi það til að greiða hvorum þeirra sjö milljónir eða fjórtán milljónir samtals.
Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins ruv.is og segir jafnframt að forsvarsmenn Nostra settu markið hátt þegar staðurinn var opnaður fyrir tveimur árum og vísar í frétt á veitingageirinn.is, en þar sögðust þeir ætla að ná í hina eftirsóttu Michelin-stjörnu. Staðnum var lokað tæpum tveimur árum síðar og var síðan tekin til gjaldþrotaskipta í sumar. Lýstar kröfur í búið námu rúmlega 106 milljónum króna.
Í dómi Landsréttar kemur fram að bæði veitingastjórinn og framkvæmdastjórinn hafi átt tíu prósenta hlut í veitingastaðnum. Þeim var sagt upp störfum í október 2017 og var vísað til þess að verulega hefði skort á faglega þekkingu þeirra til að sinna þeim störfum sem þær hefðu borið ábyrgð á. Bæði starfsmenn og aðrir samstarfsaðilar hefðu ítrekað kvartað undan samskiptum og stjórnunaraðferðum þeirra og þær verið áminntar munnlega fyrir það af stjórn staðarins án þess að þær hefðu bætt úr því.
Landsréttur bendir á að þrotabúið hafi ekki getað gert grein fyrir því á hvern hátt hafi skort á faglega þekkingu þeirra né hvers eðlis munnlegar kvartanir starfsmanna og annarra samstarfsaðila um samskipti og stjórnunaraðferðir þeirra hafi verið. Ekki hafi verið leidd fyrir nein vitni þessu til stuðnings. Því verði þrotabúið að bera hallann af sönnunarskorti um að þær hefðu í reynd verið áminntar sem var forsenda þess að þær voru látnar fara. Því teljist riftun ráðningarsamningsins hafa verið ólögmæt.
Þrotabúið taldi jafnframt að þær ættu eingöngu rétt á uppsagnarfresti í einn mánuð en ekki sex þar sem þær hefðu bara unnið hjá veitingastaðnum í sex mánuði. Landsréttur horfði til þess að þótt þær hefðu samþykkt að vinna launalaust fyrstu fjóra mánuðina hefðu þær engu að síður starfað hjá félaginu í meira en sex mánuði. Var þrotabúinu því gert að greiða hvorum þeirra rúmar sjö milljónir eða samtals 14 milljónir.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?